Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   sun 16. mars 2025 22:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dagur Fjeldsted kallaður í U21 landsliðið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Örn Fjeldsted hefur verið kallaður inn í U21 árs landsliðshópinn sem leikur vináttuleiki gegn Ungverjum 21. mars og gegn Skotum 25. mars. Báðir leikirnir fara fram á Pinatar Arena á Spáni.

Dagur Örn sem leikur með Breiðabliki var kallaður inn í hópinn fyrir Júlíus Mar Júlíusson, leikmann KR, sem er meiddur.

Dagur Örn hefur leikið sjö landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Sex með U19 og einn með U21.

Það vekur athygli að rangt nafn var notað á heimasíðu KSÍ en hann var kallaður Davíð og var sagður leikmaður ÍA. Það hefur verið leiðrétt.

Uppfærður hópur:
Markmenn:
*Arnar Daði Jóhannesson - Afturelding
Halldór Snær Georgsson - KR - 1 leikur

Útileikmenn:
Logi Hrafn Róbertsson - NK Istra - 13 leikir
Hlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 9 leikir
Eggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 8 leikir
Hilmir Rafn Mikaelsson - Viking Stavanger - 8 leikir, 1 mark
Daníel Freyr Kristjánsson - FC Fredericia - 6 leikir
Benoný Breki Andrésson - Stockport FC - 5 leikir, 1 mark
Guðmundur Baldvin Nökkvason - Stjarnan - 2 leikir
Adolf Daði Birgisson - Stjarnan - 1 leikur
Ágúst Orri Þorsteinsson - Breiðablik - 1 leikur
*Dagur Örn Fjeldsted - Breiðablik - 1 leikur
Helgi Fróði Ingason - Helmond Sport - 1 leikur
Jóhannes Kristinn Bjarnason - KR - 1 leikur
Júlíus Mar Júlíusson - KR - 1 leikur
Róbert Frosti Þorkelsson - GAIS - 1 leikur
Ásgeir Helgi Orrason - Breiðablik
Baldur Kári Helgason - FH
Haukur Andri Haraldsson - ÍA
Hinrik Harðarson - ÍA
*Baldvin Þór Berndsen - ÍA
Athugasemdir
banner
banner