Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   fös 16. apríl 2021 16:30
Magnús Már Einarsson
Rodgers vonar að tríóið svari fyrir sig á vellinum
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, vill að James Maddison, Hamza Choudhury og Ayoze Perez svari fyrir sig á vellinum eftir agabann sem þeir tóku út gegn West Ham um síðustu helgi.

Leikmennirnir fóru í partý fyrir tæpum tveimur vikum og brutu þar með sóttvarnarreglur. Þeir voru í skammakróknum gegn Hömrunum en snúa aftur í undanúrslitum enska bikarsins gegn Southampton um helgina.

„Við þurfum alltaf að horfa fram á við og þetta er í fortíðinni. Besta leiðin fyrir leikmenn er að svara inni á vellinum," sagði Rodgers.

„Þessir strákar hafa staðið sig frábærlega með okkur og við erum í þessari stöðu út af þeim."

„Þeir gerðu mistök og í fótbolta fá þeir þetta val aftur á einhverjum tímapunkti á ferlinum og þá vonandi velja þeir betur."

Athugasemdir
banner