Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 22:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta hringdi í Guardiola - „Án hans væri ég ekki hérna"
Mynd: EPA
Arsenal hefur náð stórkostlegum árangri í Meistaradeildinni en liðið er komið í undanúrslit eftir sigur á ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid.

Arteta vann náið með Pep Guardiola hjá Man City en hann var í þjálfarateymi Guardiola í fjögur ár áður en hann var ráðinn til Arsenal árið 2019.

Arsenal hefur verið á uppleið undir stjórn Arteta og hefur verið í titilbaráttu á Englandi. Arteta er mjög þakklátur fyrir tímann sinn hjá City.

„Ég hringdi í Guardiola í morgun. Ef ég er hérna þá er það honum að þakka að miklu leiti. Hann hefur verið mér mikill innblástur, ég átti fjögur stórkostleg ár og ég mun ávalt vera honum þakklátur. Án hans væri ég ekki hérna," sagði Arteta.
Athugasemdir
banner