Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 16. maí 2022 18:16
Brynjar Ingi Erluson
FH selur ungan leikmann til Dortmund
Cole Campbell í leik með FH síðasta sumar
Cole Campbell í leik með FH síðasta sumar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þýska félagið Borussia Dortmund hefur gengið frá samkomulagi við FH um kaup á William Cole Campbell en þetta kemur fram í frétt Sky í Þýskalandi í dag.

Stórlið í Evrópu hafa fylgst náið með Cole, sem er 16 ára gamall, en hann hefur komið við sögu í einum leik með FH í Bestu deildinni í sumar.

Hann kom þá inná sem varamaður í einum leik á síðasta ári og hefur verið að gera góða hluti með U17 ára landsliði Íslands, þar sem hann hefur gert tvö mörk í fimm leikjum.

Cole var sterklega orðaður við Borussia Dortmund á síðasta ári og nú er samkomulag í höfn. Sky í Þýskalandi segir að Cole sé búinn að skrifa undir hjá félaginu og að hann muni spila fyrir unglinga- og varalið félagsins á næsta tímabili.

Bayern München hafði einnig mikinn áhuga á að fá hann en Cole valdi Dortmund framyfir þýsku meistarana.

Cole á bandarískan föður en móðir hans er Rakel Björk Ögmundardóttir, sem skoraði sjö mörk í tíu leikjum fyrir íslenska kvennalandsliðið. Hann hefur ákveðið að spila fyrir hönd Íslands í framtíðinni.

Hann verður annar Íslendingurinn á mála hjá Dortmund en Árbæingurinn Kolbeinn Birgir Finnsson spilar með varaliði félagsins og er þá viðloðandi aðalliðið en hann spilaði meðal annars í vináttuleik gegn Dynamo Kiev á dögunum.

Sjá einnig:
Fer ungstirnir FH-inga til Dortmund?
William Cole Campbell ætlar að velja Ísland
Athugasemdir
banner
banner
banner