„Mér fannst við vera góðar í dag, skorum flott mörk og ég er bara sáttur með spilamennsku liðsins,“ sagði Úlfur Blandon, þjálfari Vals, eftir sannfærandi 4-0 sigur á FH í kvöld.
„ Það er gott fyrir þá sem eru fyrir utan að koma inn og hjálpa til, spila sig saman,“ sagði hann, en hann gerði tvöfalda skiptingu í stöðunni þrjú núll.
„ Við erum með flottan hóp og stelpur sem eru tilbúnar að leggja mikið á sig, það kemur maður í manns stað,“ sagði hann þegar hann var spurður hvort hann ætlaði eitthvað að styrkja hópinn í ljósi meiðsla.
Athugasemdir























