Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Mino Raiola fer ekki í bann
Mynd: Getty Images
Ítalski ofurumboðsmaðurinn Mino Raiola verður ekki í banni frá knattspyrnuheiminum í sumar eftir árangursríka áfrýjun.

Raiola og bróðir hans voru dæmdir í þriggja mánaða bann af ítalska knattspyrnusambandinu og studdi Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, við þessa ákvörðun. Raiola var því dæmdur í þriggja mánaða FIFA bann, sem hann áfrýjaði til íþróttagerðardómstólsins.

Dómstóllinn sýknaði Raiola af ásökunum ítalska knattspyrnusambandsins og er umboðsmaðurinn ósáttur með hvernig sambandið hagaði sér í málinu.

„Þessi ákvörðun ítalska knattpsyrnusambandsins er lituð af pólitík og tengist lögum og reglum ekki á neinn hátt. Þessi ákvörðun var byggð á lygum," sagði Raiola um málið. „Stjórn knattspyrnusambandsins hefur tekið því nærri sér þegar ég gagnrýndi stjórnarhætti þeirra."

Matthijs de Ligt og Paul Pogba eru meðal skjólstæðinga Raiola. Þeir gætu orðið tveir af launahæstu knattspyrnumönnum heims í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner