Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 16. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
„Mount getur einn daginn unnið Ballon d'Or"
Mason Mount
Mason Mount
Mynd: EPA
Shaun Wright-Phillips, fyrrum leikmaður Chelsea og Manchester CIty, segir að Mason Mount eigi möguleika á því að vinna Ballon d'Or í framtíðinni.

Mount er uppalinn hjá Chelsea og hefur síðustu ár tekist að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið.

Hann er í dag lykilmaður á miðsvæðinu og lagði meðal annars upp sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðasta ári.

Leikmaðurinn er 23 ára gamall í dag og telur Wright-Phillips að hann gæti unnið einhver einstaklingsverðlaun í framtíðinni.

„Mount er enn ungur og er að læra það að fá meiri stöðugleika í frammistöðu sína. Hann hefur spilað vel og er með Chelsea á herðum sér og hjálpaði liðinu að komast í Meistaradeildina en fólk þarf að muna það að hann er ungur og á eftir að læra margt."

„Ef Chelsea vinnur titla og Mason Mount er þeirra besti maður, þá sé ekki af hverju hann ætti ekki einn daginn að vinna Ballon d'Or,"
sagði Wright-Phillips.
Athugasemdir
banner