banner
   fös 16. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afturelding sækir leikmann frá Ajax (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Aftureldingar hefur sótt liðsstyrk frá Hollandi í þessum félagaskiptaglugga.

Það var sagt frá því á dögunum að félagið hefði fengið hollenskan kantmann; Rachel Van Netten. Hún kom til Aftureldingar frá Telstar í Hollandi en hún var þar á láni frá úrvalsdeildarliði VV Alkmaar. Hjá Telstar spilaði hún 29 leiki, skoraði 14 mörk og lagði upp sex. Van Netten er fædd árið 2001.

Mosfellingar eru einnig búin að fá hina 19 ára gömlu Indy Spaan en hún kemur frá hollenska stórliðinu Ajax.

Sagt er frá því í hollenskum fjölmiðlum að Spaan geti spilað í vörn og á miðju. Hún er komin með leikheimild og spilaði sinn fyrsta leik fyrir Aftureldingu í tapinu gegn Grindavík á miðvikudagskvöld. Hún kom inn á sem varamaður á 68. mínútu.

Afturelding er í þriðja sæti Lengjudeildarinnar, einu stigi frá FH í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner