Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   fös 16. júlí 2021 20:49
Anton Freyr Jónsson
Orri Hjaltalín: Hann er lúmskur markaskorari
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík og Þór mættust í kvöld í Grindavík í Lengjudeild karla. Gestirnir frá Akureyri komust í 2-0 forskot en Grindavík sýndi karakter og kom til baka og náðu að jafna leikinn og endaði leikurinn með 2-2 jafntefli.

„Ég er sáttur miðavið hvernig leikurinn var, mér fannst við alls ekki góðir í dag þótt við hefðum verið komnir 2-0 yfir þá fannst mér það ekki alveg endurspegla hvernig leikurinn var." voru fyrstu viðbrögð Orra Freys þjálfara Þórs.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Þór

Þetta var ekki besti leikur Þórs í sumar en Þórsarar voru nálægt því að stela þessu þegar Bjarki Þór Viðarsson fékk dauðafæri á 94.mínútu leiksins. Orri var spurður hvort það væri óskastaða.

„Hann er lúmskur markaskorari og það er tildæmis eitt svona móment sem maður hefði viljað sjá enda með marki en því miður féll þetta ekki með okkur í dag."

Liban Abdulahi og Petar Planic útlendingarnir hjá Þórsurum byrjuðu báðir á bekknum í kvöld og var Orri spurður hvort það væri vegna meiðsla eða hvort þeir hreinlega væru dottnir úr liðinu.

„Við erum búnir að spila rosalega þétt. Petar var búin að vera búin að vera með smávægileg meiðsli og Liban var meiddur í tvær vikur og það er rosalega erfitt að breyta eftir 5-1 sigur og strákarnir voru sannarlega búnir að vinna fyrir sínu sæti fyrir leikinn í dag og ég sá enga ástæðu til að breyta liðinu."
Athugasemdir
banner