Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fös 16. júlí 2021 20:49
Anton Freyr Jónsson
Orri Hjaltalín: Hann er lúmskur markaskorari
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík og Þór mættust í kvöld í Grindavík í Lengjudeild karla. Gestirnir frá Akureyri komust í 2-0 forskot en Grindavík sýndi karakter og kom til baka og náðu að jafna leikinn og endaði leikurinn með 2-2 jafntefli.

„Ég er sáttur miðavið hvernig leikurinn var, mér fannst við alls ekki góðir í dag þótt við hefðum verið komnir 2-0 yfir þá fannst mér það ekki alveg endurspegla hvernig leikurinn var." voru fyrstu viðbrögð Orra Freys þjálfara Þórs.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Þór

Þetta var ekki besti leikur Þórs í sumar en Þórsarar voru nálægt því að stela þessu þegar Bjarki Þór Viðarsson fékk dauðafæri á 94.mínútu leiksins. Orri var spurður hvort það væri óskastaða.

„Hann er lúmskur markaskorari og það er tildæmis eitt svona móment sem maður hefði viljað sjá enda með marki en því miður féll þetta ekki með okkur í dag."

Liban Abdulahi og Petar Planic útlendingarnir hjá Þórsurum byrjuðu báðir á bekknum í kvöld og var Orri spurður hvort það væri vegna meiðsla eða hvort þeir hreinlega væru dottnir úr liðinu.

„Við erum búnir að spila rosalega þétt. Petar var búin að vera búin að vera með smávægileg meiðsli og Liban var meiddur í tvær vikur og það er rosalega erfitt að breyta eftir 5-1 sigur og strákarnir voru sannarlega búnir að vinna fyrir sínu sæti fyrir leikinn í dag og ég sá enga ástæðu til að breyta liðinu."
Athugasemdir