Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 16. júlí 2021 20:49
Anton Freyr Jónsson
Orri Hjaltalín: Hann er lúmskur markaskorari
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík og Þór mættust í kvöld í Grindavík í Lengjudeild karla. Gestirnir frá Akureyri komust í 2-0 forskot en Grindavík sýndi karakter og kom til baka og náðu að jafna leikinn og endaði leikurinn með 2-2 jafntefli.

„Ég er sáttur miðavið hvernig leikurinn var, mér fannst við alls ekki góðir í dag þótt við hefðum verið komnir 2-0 yfir þá fannst mér það ekki alveg endurspegla hvernig leikurinn var." voru fyrstu viðbrögð Orra Freys þjálfara Þórs.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Þór

Þetta var ekki besti leikur Þórs í sumar en Þórsarar voru nálægt því að stela þessu þegar Bjarki Þór Viðarsson fékk dauðafæri á 94.mínútu leiksins. Orri var spurður hvort það væri óskastaða.

„Hann er lúmskur markaskorari og það er tildæmis eitt svona móment sem maður hefði viljað sjá enda með marki en því miður féll þetta ekki með okkur í dag."

Liban Abdulahi og Petar Planic útlendingarnir hjá Þórsurum byrjuðu báðir á bekknum í kvöld og var Orri spurður hvort það væri vegna meiðsla eða hvort þeir hreinlega væru dottnir úr liðinu.

„Við erum búnir að spila rosalega þétt. Petar var búin að vera búin að vera með smávægileg meiðsli og Liban var meiddur í tvær vikur og það er rosalega erfitt að breyta eftir 5-1 sigur og strákarnir voru sannarlega búnir að vinna fyrir sínu sæti fyrir leikinn í dag og ég sá enga ástæðu til að breyta liðinu."
Athugasemdir
banner