Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   fös 16. júlí 2021 20:49
Anton Freyr Jónsson
Orri Hjaltalín: Hann er lúmskur markaskorari
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík og Þór mættust í kvöld í Grindavík í Lengjudeild karla. Gestirnir frá Akureyri komust í 2-0 forskot en Grindavík sýndi karakter og kom til baka og náðu að jafna leikinn og endaði leikurinn með 2-2 jafntefli.

„Ég er sáttur miðavið hvernig leikurinn var, mér fannst við alls ekki góðir í dag þótt við hefðum verið komnir 2-0 yfir þá fannst mér það ekki alveg endurspegla hvernig leikurinn var." voru fyrstu viðbrögð Orra Freys þjálfara Þórs.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Þór

Þetta var ekki besti leikur Þórs í sumar en Þórsarar voru nálægt því að stela þessu þegar Bjarki Þór Viðarsson fékk dauðafæri á 94.mínútu leiksins. Orri var spurður hvort það væri óskastaða.

„Hann er lúmskur markaskorari og það er tildæmis eitt svona móment sem maður hefði viljað sjá enda með marki en því miður féll þetta ekki með okkur í dag."

Liban Abdulahi og Petar Planic útlendingarnir hjá Þórsurum byrjuðu báðir á bekknum í kvöld og var Orri spurður hvort það væri vegna meiðsla eða hvort þeir hreinlega væru dottnir úr liðinu.

„Við erum búnir að spila rosalega þétt. Petar var búin að vera búin að vera með smávægileg meiðsli og Liban var meiddur í tvær vikur og það er rosalega erfitt að breyta eftir 5-1 sigur og strákarnir voru sannarlega búnir að vinna fyrir sínu sæti fyrir leikinn í dag og ég sá enga ástæðu til að breyta liðinu."
Athugasemdir
banner