lau 16. júlí 2022 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Glódís Perla og Guðrún eru hafsentapar í heimsklassa"
Icelandair
Guðrún Arnardóttir
Guðrún Arnardóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland leikur lokaleik sinn í riðlakeppni EM á mánudaginn þegar liðið mætir ógnarsterku liði Frakklands.

Franska liðið hefur tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum og Ísland gæti fylgt með. Ef Ísland vinnur er sætið gulltryggt en með jafntefli eða tapi þarf leikur Belgíu og Ítalíu að enda með jafntefli.

Sandra Sigurðardóttir markvörður liðsins var valin besti leikmaður leiksins hjá Fótbolta.net. Þá fengu miðvarðarparið þær Glódís Perla og Guðrún mikið hrós frá Elvari Geir, Guðmundi og Sæbirni í Innkastinu.

„Hafsentaparið, Glódís Perla og Guðrún eru copy/paste, þetta er hafsentapar í heimsklassa," sagði Elvar Geir.

„Guðrún að bjarga með tæklingum í lokin og Glódís örugg eins og hún er alltaf," sagði Guðmundur.

„Glódís getur líka sparkað ekkert eðlilega langt, það var nálægt því að skila dauðafæri þegar hún fann Svövu á kanntinum," sagði Sæbjörn.


EM Innkastið - Færi í súginn og þörf á Krísuvíkurleið
Athugasemdir
banner
banner