Gareth Southgate á virðingu skilið en á endanum tókst honum ekki að komast alla leið yfir línuna og skila sigurverðlaunum á stórmóti í hús. Þetta segir Phil McNulty yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC.
„Hann kom enska liðinu á betri og stöðugri braut en þjálfararnir á undan honum. Hann kom liðinu aftur meðal þeirra bestu. Það er þó ekki hægt að horfa framhjá því að honum tókst ekki að landa titli þó tækifærin hafi verið til staðar á fjórum stórmótum, með alla þá hæfileika sem hann hafði yfir að ráða í leikmannahópnum," segir McNulty.
„Hann kom enska liðinu á betri og stöðugri braut en þjálfararnir á undan honum. Hann kom liðinu aftur meðal þeirra bestu. Það er þó ekki hægt að horfa framhjá því að honum tókst ekki að landa titli þó tækifærin hafi verið til staðar á fjórum stórmótum, með alla þá hæfileika sem hann hafði yfir að ráða í leikmannahópnum," segir McNulty.
Southgate hefur bæði upplifað það í starfi að fá mikið hrós, vera með ensku þjóðina á sínu bandi, og á hinn bóginn að fá gríðarlega gagnrýni frá spekingum og heift frá stuðningsmönnum.
„Hann komst nálægt gullverðlaunum en reyndist ekki vera sigurvegarinn sem England hefur þráð síðan 1966. Á EM í Þýskalandi fékk hann hæfileikaríkustu leikmenn liðsins ekki til að blómstra. Hann skilur landsliðið eftir á betri stað en var kominn á endastöð með liðið," segir McNulty.
Tók England af botninum - Sem var tapið gegn Íslandi
Það mótmæla því fáir að landsliðsþjálfarastarf Englands er líklega eitt það mest krefjandi í bransanum. Áreitið og gagnrýnin eru á hæsta stigi.
„Þetta er krefjandi og álagið mikið. Ímyndið ykkur pressuna sem þú ert undir sem einstaklingur. Þetta getur ekki hafa haft jákvæð áhrif á fjölskyldu eða vini Gareth Southgate. Þá varði hann leikmenn sína við hvert tækifæri og það tekur sinn toll. Vonandi fær hann góða hvíld áður en við sjáum hann í næsta starfi," segir Alan Shearer, fyrrum landsliðsmaður Englands.
„Áður en hann tók við virtust leikmenn ekki hafa mikla löngun í að spila fyrir þjóð sína. Það á að hrósa honum fyrir allt sem hann hefur gert. Hann hefur tekið enska landsliðið frá botninum eftir tap gegn Íslandi á EM 2016 og farið með liðið í undanúrslit og úrslitaleiki."
Athugasemdir