Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 16. júlí 2024 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Forseti kólumbíska sambandsins handtekinn á úrslitaleik Copa America
Jesurún er hér ásamt Gianni Infantino  forseta FIFA á leik fyrir tveimur árum.
Jesurún er hér ásamt Gianni Infantino forseta FIFA á leik fyrir tveimur árum.
Mynd: EPA
Ramon Jesurún forseti kólumbíska knattspyrnusambandsins og sonur hans voru handteknir eftir slagsmál í úrslitaleik Copa America í Miami í fyrrinótt.

Jesurún sem er 71 árs gamall og Jamil, 43 ára gamall sonur hans, voru að sögn lögreglunnar í Miami handteknir vegna slagsmála við öryggisverði á leiknum.

Kólumbía tapaði úrslitaleiknum gegn Argentínu 1-0 en allt fór úr böndunum fyrir leik þegar fjöldi áhorfenda tróðu sér inn á leikvanginn án þess að öryggisgæsla kæmi neinum böndum á það.

Lögreglan í Miami segir að atvikið sem Jesurún og sonur hans voru handteknir fyrir hafi hinsvegar átt sér stað eftir leikinn á Hard Rock leikvangnum. Þeir voru að ganga í átt að innganginum á grasið þegar þeir urðu pirraðir og fóru að öskra á öryggisverði sem hindruðu fólk tímabundið í að fara lengra. Þeir munu hafa ætlað að komast á völlinn til að verða viðstaddir verðlaunaafhendinguna.

Lögreglan segir að öryggisvörðurinn hafi haft opinn lófa á brjóstkassa sonar Jesurún til að vísa honum til baka. Sá eldri hafi þá ýtt á móti öryggisverðinum á meðan sonurinn greip um háls öryggisvarðarins og keyrði hann í jörðina þar sem hann kýldi hann og sparkaði í höfuð hans. Sourinn hafi einnig ráðist á kvenkyns öryggisvörð sem reyndi að aðstoða hinn og kýlt þriðja manninn.
Athugasemdir
banner
banner