Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   þri 16. júlí 2024 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Glódís: Gæti talið upp nokkrar sem mér finnst betri
Icelandair
Glódís hér lengst til vinstri.
Glódís hér lengst til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Glódís var besti leikmaður Íslands í leiknum.
Glódís var besti leikmaður Íslands í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er gott að koma hingað og vinna, og halda hreinu," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í lokaleiknum í undankeppni EM 2025.

„Þótt stigin skipti í raun engu máli út frá öðrum niðurstöðum þá skiptir þetta okkur miklu máli. Þetta var erfiður leikur við erfiðar aðstæður. Við vorum í ótrúlega löngu ferðalagi á sunnudaginn þannig maður fann þreytuna í hópnum, en samt var vinnuframlagið upp á tíu og allir leikmenn voru að gefa alla sína orku. Það skilaði okkur þessum sigri í dag."

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

Ewa Pajor, einn besti sóknarmaður í heimi, er í liði Pólverja en það gekk vel hjá Glódísi og íslensku vörninni að eiga við hana.

„Hún er heimsklassa leikmaður og það er alltaf erfitt að eiga við hana. Hún er gríðarlega fljót og er í heimsklassa. Það er alltaf erfitt verkefni að spila við hana."

„Ég er ótrúlega stolt af öllum hópnum og hvernig við höfum tekið skref fram á við í hverju einasta verkefni. Það eru allir hérna fyrir liðið og þannig viljum við hafa það."

Glódís sýndi það enn og aftur í kvöld að hún er einn besti leikmaður í heimi. Hún átti magnaðan landsliðsglugga en eftir leikinn í kvöld var hún spurð út í ummæli sem Freyr Alexandersson, fyrrum landsliðsþjálfari, lét falla í samtali við RÚV fyrir leikinn. Freyr sagðist þá hafa sagt við Glódísi fyrir tíu árum að hún yrði besti varnarmaður í heimi.

„Ég er ánægð með þann stað sem ég er á í dag og Freyr á þátt í því. Hann kenndi mér margt og gerði mikið fyrir mig á sínum tíma þegar hann var landsliðsþjálfari. Ég er mjög ánægð en ég er alltaf að læra og mig langar að verða betri. Ég er þakklát að spila með svona flottum hóp eins og er hérna. Þá get ég lært. Og úti er ég líka að spila í umhverfi sem ég get alltaf þróast í og orðið betri."

Ertu besti miðvörður í heiminum?

„Nei, ég gæti talið upp nokkrar sem mér finnst betri en ég," sagði Glódís og hló.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Glódís ræðir um framhaldið með landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner