Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 16. júlí 2024 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Glódís: Gæti talið upp nokkrar sem mér finnst betri
Icelandair
Glódís hér lengst til vinstri.
Glódís hér lengst til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Glódís var besti leikmaður Íslands í leiknum.
Glódís var besti leikmaður Íslands í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er gott að koma hingað og vinna, og halda hreinu," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í lokaleiknum í undankeppni EM 2025.

„Þótt stigin skipti í raun engu máli út frá öðrum niðurstöðum þá skiptir þetta okkur miklu máli. Þetta var erfiður leikur við erfiðar aðstæður. Við vorum í ótrúlega löngu ferðalagi á sunnudaginn þannig maður fann þreytuna í hópnum, en samt var vinnuframlagið upp á tíu og allir leikmenn voru að gefa alla sína orku. Það skilaði okkur þessum sigri í dag."

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

Ewa Pajor, einn besti sóknarmaður í heimi, er í liði Pólverja en það gekk vel hjá Glódísi og íslensku vörninni að eiga við hana.

„Hún er heimsklassa leikmaður og það er alltaf erfitt að eiga við hana. Hún er gríðarlega fljót og er í heimsklassa. Það er alltaf erfitt verkefni að spila við hana."

„Ég er ótrúlega stolt af öllum hópnum og hvernig við höfum tekið skref fram á við í hverju einasta verkefni. Það eru allir hérna fyrir liðið og þannig viljum við hafa það."

Glódís sýndi það enn og aftur í kvöld að hún er einn besti leikmaður í heimi. Hún átti magnaðan landsliðsglugga en eftir leikinn í kvöld var hún spurð út í ummæli sem Freyr Alexandersson, fyrrum landsliðsþjálfari, lét falla í samtali við RÚV fyrir leikinn. Freyr sagðist þá hafa sagt við Glódísi fyrir tíu árum að hún yrði besti varnarmaður í heimi.

„Ég er ánægð með þann stað sem ég er á í dag og Freyr á þátt í því. Hann kenndi mér margt og gerði mikið fyrir mig á sínum tíma þegar hann var landsliðsþjálfari. Ég er mjög ánægð en ég er alltaf að læra og mig langar að verða betri. Ég er þakklát að spila með svona flottum hóp eins og er hérna. Þá get ég lært. Og úti er ég líka að spila í umhverfi sem ég get alltaf þróast í og orðið betri."

Ertu besti miðvörður í heiminum?

„Nei, ég gæti talið upp nokkrar sem mér finnst betri en ég," sagði Glódís og hló.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Glódís ræðir um framhaldið með landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner