Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 16. júlí 2024 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Glódís: Gæti talið upp nokkrar sem mér finnst betri
Icelandair
Glódís hér lengst til vinstri.
Glódís hér lengst til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Glódís var besti leikmaður Íslands í leiknum.
Glódís var besti leikmaður Íslands í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er gott að koma hingað og vinna, og halda hreinu," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í lokaleiknum í undankeppni EM 2025.

„Þótt stigin skipti í raun engu máli út frá öðrum niðurstöðum þá skiptir þetta okkur miklu máli. Þetta var erfiður leikur við erfiðar aðstæður. Við vorum í ótrúlega löngu ferðalagi á sunnudaginn þannig maður fann þreytuna í hópnum, en samt var vinnuframlagið upp á tíu og allir leikmenn voru að gefa alla sína orku. Það skilaði okkur þessum sigri í dag."

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

Ewa Pajor, einn besti sóknarmaður í heimi, er í liði Pólverja en það gekk vel hjá Glódísi og íslensku vörninni að eiga við hana.

„Hún er heimsklassa leikmaður og það er alltaf erfitt að eiga við hana. Hún er gríðarlega fljót og er í heimsklassa. Það er alltaf erfitt verkefni að spila við hana."

„Ég er ótrúlega stolt af öllum hópnum og hvernig við höfum tekið skref fram á við í hverju einasta verkefni. Það eru allir hérna fyrir liðið og þannig viljum við hafa það."

Glódís sýndi það enn og aftur í kvöld að hún er einn besti leikmaður í heimi. Hún átti magnaðan landsliðsglugga en eftir leikinn í kvöld var hún spurð út í ummæli sem Freyr Alexandersson, fyrrum landsliðsþjálfari, lét falla í samtali við RÚV fyrir leikinn. Freyr sagðist þá hafa sagt við Glódísi fyrir tíu árum að hún yrði besti varnarmaður í heimi.

„Ég er ánægð með þann stað sem ég er á í dag og Freyr á þátt í því. Hann kenndi mér margt og gerði mikið fyrir mig á sínum tíma þegar hann var landsliðsþjálfari. Ég er mjög ánægð en ég er alltaf að læra og mig langar að verða betri. Ég er þakklát að spila með svona flottum hóp eins og er hérna. Þá get ég lært. Og úti er ég líka að spila í umhverfi sem ég get alltaf þróast í og orðið betri."

Ertu besti miðvörður í heiminum?

„Nei, ég gæti talið upp nokkrar sem mér finnst betri en ég," sagði Glódís og hló.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Glódís ræðir um framhaldið með landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner