Katla Tryggvadóttir kom inn á sem varamaður í kvöld og spilaði sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland vann 0-1 sigur gegn Póllandi í undankeppni EM 2025.
„Þetta var rosalega gaman. Þetta er markmið sem ég hef unnið að lengi og þetta er mjög sætt," sagði Katla við Fótbolta.net eftir leikinn.
„Þetta var rosalega gaman. Þetta er markmið sem ég hef unnið að lengi og þetta er mjög sætt," sagði Katla við Fótbolta.net eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Pólland 0 - 1 Ísland
Katla segist lengi hafa stefnt að því að spila fyrir A-landsliðið.
„Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta. Þetta er geggjað augnablik og ég er ógeðslega glöð að fá að deila því með liðinu."
Hún átti góða innkomu í leikinn og var ekki langt frá því að skora sitt fyrsta landsliðsmark.
„Ég hefði viljað setja hann inn þarna. Ég hef áður skorað í svona færi. Ég skora bara í næsta leik," sagði Katla og brosti.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir