Selfoss-KR 17:00 á laugardag

„Þetta þarf að vera okkar besti leikur í sumar ef við ætlum að taka titil," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net um bikarúrslitaleikinn gegn Selfyssingum á laugardag.
KR er í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar á meðan Selfoss er í 3. sætinu.
KR er í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar á meðan Selfoss er í 3. sætinu.
„Við þurfum að eiga toppleik. Selfoss er topplið og spila sterkan fótbolta. Þær skora mikið úr föstum leikatriðum og eru fastar fyrir. Við þurfum að mæta þeim þar og koma grimmar til leiks."
„Við þurfum að vera snöggar að losna við hrollinn. Það eru mikil gæði í þessu KR liði og ef við ætlum að vinna þá þurfa þau gæði að koma í ljós á laugardaginn."
Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn
Jói rýnir í úrslitaleikinn: Fjörugur leikur með mörkum og spennu
Athugasemdir