Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 16. ágúst 2019 09:19
Magnús Már Einarsson
Pogba vill fara - Maguire hafnaði Man City
Powerade
Pogba er enn og aftur í slúðurpakkanum.
Pogba er enn og aftur í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Lovren er á leið til Roma.
Lovren er á leið til Roma.
Mynd: Getty Images
Manchester United slúður er áberandi í slúðurpakka dagsins að þessu sinni.



Paul Pogba (26) miðjumaður Manchester United vill ennþá ólmur komast burt frá félaginu og ganga í raðir Real Madrid. (Marca)

Harry Maguire (26) hafnaði tilboði frá Manchester City upp á 278 þúsund pund í laun á viku til að ganga frekar í raðir Manchhester United. Laun Maguire hjá Maguire eru umtalsvert lægri en hann er með nálægt því 100 þúsund pundum minna á viku en tilboð City hljóðaði upp á. (Star)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, ræddi við Christian Eriksen leikmann Tottenham um að ganga í raðir félagsins. Eriksen vill hins vegar fara til Spánar. (Manchester Evening News)

Alexis Sanchez (30) leikmaður Manchester United er á leið til Ítalíu en Juventus, Napoli, AC Milan og Inter vilja öll fá hann í sínar raðir. (Mirror)

Sanchez vill losna frá United áður en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar 2. september. (Times)

Sanchez fær 560 þúsund pund í laun á viku og það hefur komið í veg fyrir að United finni kaupanda. (Mirror)

Juventus vonast til að ná að losa sig við Paulo Dybala (25) áður en glugginn lokar. (Independent)

Marcos Rojo (29) fer líklega frá Manchester United áður en glugginn lokar í Evrópu. (Express)

Dejan Lovren (30) varnarmaður Liverpool er á leið til Roma á 23 milljónir punda. (Mirror)

Jack Butland (26) markvörður Stoke vill ganga til lið við félag utan Englands til að reyna að komast í enska landsliðið fyrir EM næsta sumar. (Mail)

Brasilíska félagið Flamengo hætti við að fá Mario Balotelli (29) eftir að sóknarmaðurinn óskaði eftir að fá fjórar milljónir punda í árslaun. (Mail)

Napoli hafnaði 90 milljóna evra eða 82 milljóna punda tilboði frá Manchester United í varnarmanninn Kalidou Koulibaly (28) í sumar. (Calciomercato)

Celtic vill fá Jordon Ibe (23) kantmann Bournemouth í sínar raðir. Napoli hefur einnig sýnt þessum fyrrum leikmanni Liverpool áhuga. (Sun)

Manchester United hefur bannað leikmönnum að stöðva bifreiðir sínar og gefa eiginhandaráritanir fyrir utan æfingasvæðið af öryggisástæðum. (Telegraph)

Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, segist hafa viljað halda markverðinum Adrian (32) hjá félaginu. Adrian varð samningslaus í sumar og samdi við Liverpool á dögunum. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner