Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 16. ágúst 2022 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Keflavík vann fallbaráttuslaginn í Mosfellsbæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mark og stoðsending nægðu ekki gegn Keflvíkingum.
Mark og stoðsending nægðu ekki gegn Keflvíkingum.
Mynd: Afturelding

Afturelding 2 - 3 Keflavík
0-1 Ana Paula Santos Silva ('20)
1-1 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('34)
2-1 Eyrún Vala Harðardóttir ('53)
2-2 Anita Lind Daníelsdóttir ('59, víti)
2-3 Dröfn Einarsdóttir ('74)


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  3 Keflavík

Afturelding tók á móti Keflavík í fallbaráttuslag í Bestu deild kvenna þar sem mikið var undir fyrir bæði lið. 

Ana Paula tók forystuna fyrir Keflavík með skalla af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf en Hildur Karítas Gunnarsdóttir jafnaði og var staðan 1-1 í leikhlé. Hildur Karítas nýtti sér mistök í vörn Keflavíkur til að skora.

Eyrún Vala Harðardóttir kom inn af bekknum í upphafi síðari hálfleiks og skoraði með sínum fyrstu snertingum til að gefa heimakonum forystuna. Hildur Karítas átti glæsilega stungusendingu innfyrir vörnina og gerði Eyrún Vala vel að komast framhjá markverði Keflavíkur og skora.

Forysta Mosfellinga entist ekki lengi því Keflavík fékk dæmda vítaspyrnu skömmu síðar fyrir hendi og skoraði Aníta Lind Daníelsdóttir af vítapunktinum.

Dröfn Einarsdóttir gerði sigurmarkið fyrir Keflavík á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá Amelíu Rún Fjeldsted sem átti frábæran leik. Amelía fiskaði vítaspyrnuna og lagði hin tvö mörk leiksins upp þannig hún skapaði öll mörk Keflvíkinga í þessum mikilvæga sigri.

Niðurstaðan er sú að Afturelding situr áfram í fallsæti með níu stig, einu stigi eftir Þór/KA í öruggu sæti. Keflavík er komið fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið með þessum sigri og fær smá svigrúm til að draga andann.


Athugasemdir
banner