Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. ágúst 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimm leikmenn sem gætu farið út áður en glugginn lokar
Jason Daði og Ísak Snær.
Jason Daði og Ísak Snær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félagaskiptaglugginn á Íslandi er lokaður en félög annars staðar í Evrópu geta enn keypt leikmenn héðan frá.

Félagaskiptaglugginn lokast víðast hvar um mánaðarmótin núna og verður áhugavert sjá hvort einhverjir leikmenn verði keyptir frá Íslandi áður en hann lokar.

Það eru ýmsar sögusagnir á kreiki en það er erfitt fyrir íslensk félög að selja núna þar sem þau geta ekki fengið neinn leikmann inn í staðinn.

Það þarf líklega ansi góð tilboð til þess að félög hér á landi freistist til þess að selja lykilmenn þegar það er enn nóg eftir af tímabilinu.

Undirritaður ákvað samt sem áður að taka saman lista yfir fimm leikmenn sem gætu farið erlendis áður en glugginn lokar. Það er þó talsvert líklegra að þeir fari út eftir tímabil.

Hér að neðan má sjá hvaða leikmenn það eru. Júlíus Magnússon úr Víkingi var næstur á þennan lista en það er svo gott sem ómögulegt að hann fari út áður en tímabilið klárast. Víkingar eru búnir að selja sinn besta mann og það getur ekki verið að þeir mun selja fyrirliða sinn líka.
Athugasemdir
banner
banner