
„Þetta var góður leikur fyrir áhorfendur. Þeir skora tvö auðveld mörk snemma og svo fáum við goðan spilkafla og fengum færi. Eftir þriðja markið duttum við niður andlega. Fjórða markið kom og við vorum heppnir að fá ekki á okkur fleiri." Segir Nenad Zivanovic þjálfari Ægismanna eftir 4-0 tap gegn ÍA í kvöld
Lestu um leikinn: ÍA 4 - 0 Ægir
Fyrir leikinn missti Ægir sinn besta leikmann þegar Ivo Braz skrifaði undir hja Aftureldingu. Nenad er allt annað en sáttur með þá uppákomu.
„Ivo Braz var samningsbundinn okkur. Vegna mistaka staðfestum við ekki samninginn hans. Eftir það yfirgaf hann okkur bara. Hann gerði það án samþykkis. Afturelding hafði ekki samband við okkur. Þetta var bara umboðsmaðurinn hans sem starfar hjá Golden Ball umboðsskrifstofunni. Hann færði hann bara í Aftureldingu. Þetta er ósanngjarnt. Þetta er þó ekki ólöglegt. Hann hafði réttinn til að gera þetta. Við hefðum leyft honum að fara og hann vissi það. Við vildum bara að Afturelding myndi heyra í okkur fyrst.
„Þetta er öllum þremur aðilum að kenna. Aftureldingu, Ivo og umboðsmanni hans. Enginn hagaði sér á sanngjarnan hátt. Umboðsmaðurinn kemur með leikmann til okkar og færir hann svo annað. Ivo kom til okkar í hræðilegu standi fyrir tímabilið. Við settum aldrei út á það. Hann fékk borgað meira segja þegar hann var í lélegu standi. Við bíðum eftir honum og hann gerir þetta. Maður gerir ekki svona, þetta er mjög ófagmannlegt."
Ægismenn virðast dauðadæmdir í deildinni og stefna hraðbyr niður um deild.
„Við erum byrjaðir að hugsa um næsta tímabil. Leikmennirnir sem við sóttum núna verða í stóru hlutverki á næsta tímabili. Við munum halda áfram að æfa og byggja ofan á þetta."
„Við stefnum beint aftur upp. Við erum með verkefni í gangi. Við förum óvænt upp og við fengum lítinn tíma til að undirbúa okkur. Við breytum núna stefnu félagsins við munum hafa færri útlendinga og byggjum núna á Íslendingum. Við munum sækja útlendingana snemma til að geta undirbúið okkur strax í nóvember. Við munum þá hafa okkar lið tilbúið í Lengjubikarnum. Þetta er auðveldara fyrir mig heldur en að klára liðið í apríl. Við vorum óheppnir í sumar en svona er fótboltinn og svona er lífið. Við höldum áfram."
Nenad fer yfir víðan völl í viðtalinu sem er hér að ofan.
Athugasemdir