Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Kjaftæðið - Föstudagsgír og Tufa tekur við Varnamo
Kjaftæðið - Alvöru hiti í Pepsi Max studio-inu!
Hugarburðarbolti GW 16 Mr.Handsome
Enski boltinn - Hvað ertu eiginlega að tala um?
Uppbótartíminn - Ein sú besta kveður sviðið, kraftröðun og slúður
Útvarpsþátturinn - Óli Jó og er hægt að bæta Bestu?
Kolbeinn Þórðar: Algjört heillaskref og nánast fullkomið fyrir mig
Enski boltinn - Salah fór í viðtal og ótrúleg upprisa Aston Villa
Hugarburðarbolti GW 15 Mo Salah fékk rauða spjaldið !
Kjaftæðið - Salah má fara, Slot má fara en Jónatan fer ekkert!
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
Kjaftæðið - Amorim og Slot í alvöru brekku
Enski boltinn - Hrein hörmung hjá Liverpool, Man Utd og Tottenham
   mið 16. september 2015 11:10
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Andri Steinn: Stefnan að fara upp um tvær deildir á tveimur árum
Andri Steinn Birgisson.
Andri Steinn Birgisson.
Mynd: Þróttur Vogum
Þróttur Vogum náði því markmiði í sumar að komast upp úr 4. deildinni. Andri Steinn Birgisson, þjálfari Þróttara, sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu síðasta laugardag að stefnan sé að fara beint upp úr 3. deild næsta sumar.

Andri tók við stjórn liðsins fyrir tímabilið.

„Reynsla mín sem þjálfari var engin, ég var aðeins í kringum yngri flokka hjá Fjölni á sínum tíma en ekkert meira en það. Þeir höfðu samband við mig fyrir um ári síðan, við ræddum málin og mér fannst það spennandi sem þeir höfðu upp á að bjóða. Það er metnaður í klúbbnum og ég ákvað að slá til. Þegar menn eru með svona mikinn metnað og áhuga eins og þeir er erfitt að segja nei," segir Andri.

„Þetta er búið að vera mjög krefjandi en gaman. Ég er búinn að vera að vinna í slökkviliðinu og þetta hefur verið krefjandi og ég er með góðan aðstoðarmann í Stebba (Stefán Sæbjörnsson). Þetta hefur gengið vel, hópurinn er frábær og þegar vel gengur er alltaf gaman í fótbolta."

Mikill metnaður er hjá Þrótti Vogum en aðstaða félagsins hefur gengið í gegnum miklar endurbætur síðustu ár og í leikmannahópi liðsins eru ansi mörg þekkt nöfn miðað við neðstu deild.

„Þegar ég tók þetta að mér sá ég strax að við vorum að horfa til þess að fara upp um tvær deildir á tveimur árum. Það er klárlega stefnan hjá mér ef ég held áfram og ég tel að hugsunin hjá félaginu sé sú sama," segir Andri en viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner