Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 16. september 2019 16:15
Fótbolti.net
Á yfir 300 leiki með Víkingi - Úr 6-3-1 kerfi í sóknarbolta
Halldór Smári fagnar titlinum á laugardaginn.
Halldór Smári fagnar titlinum á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef ég á að segja alveg eins og er þá er þetta ruglað. Ég er ekki að trúa þessu ennþá og það mun taka mig nokkra daga að ná þessu," sagði Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings, í Miðjunni á Fótbolta.net í dag en hann varð bikarmeistari með liðinu um helgina.

Hinn þrítugi Halldór Smári hefur spilað yfir 300 leiki með Víkingi og gæti bætt leikjamet félagsins á næsta ári. Halldór Smári hefur gengið í gegnum súrt og sætt með félaginu en hann íhugaði þó að fara frá Víkingi 2016.

„Milos (Milojevic) var að þjálfa, samningurinn kláraðist og ég fann ekki mikinn vilja frá honum. Ég fór á æfingar hjá öðrum liðum en svo voru það stjórnarmennirnir og þeir sem eru á bakvið liðið sem höfðu samband við mig og sögðu að það kæmi ekki til greina að ég myndi hætta," sagði Halldór Smári.

„Eftir spjall við þá og spjall við Milos þá ákvað ég að halda áfram. Það var það eina rétta í stöðunni. Ég hefði verið mjög ósáttur ef ég hefði hætt þarna."

Víkingar hafa vakið athygli fyrir sókndjarfan fótbolta í sumar þar sem Halldór Smári hefur oft byrjað uppspilið aftast á vellinum. Um helgina birti Davíð Steinn, bróðir Halldórs, áhugaverða færslu á Twitter frá því þegar liðið spilaði mun varnarsinnaðari leik í bikarkeppninni árið 2008 í leik gegn Fjölni.
„Ég man mjög vel eftir þessu. Ég held þetta hafi ekki verið 5-5-0 heldur 6-3-1 þar sem fremsti maður var fremstur á miðju, við vorum ekki með framherja. Þetta er engin lygi. Þetta gerðist. Leikplanið var að ná 0-0 og fara í vítaspyrnukeppni. Þetta var súrrealískt dæmi. Maður sér í dag alla þróunina hvað maður hefur gengið í gegnum hjá Víkingi. Þetta eru mismunandi tímar,"

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Miðjan - Víkingar í bikarsigurvímu
Athugasemdir
banner
banner
banner