Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 16. september 2020 08:56
Magnús Már Einarsson
Bale og Reguilon færast nær Tottenham
Tottenham vonast til að fá bæði Gareth Bale og Sergio Reguilon í sínar raðir frá Real Madrid.

Hinn 31 árs gamli Bale fór frá Tottenham til Real Madrid árið 2013 á 85 milljónir punda og varð á sama tíma dýrasti leikmaður sögunnar.

Tottenham vill fá Bale aftur í sínar raðir og leikmaðurinn er sjálfur spenntur fyrir því að skipta.

„Gareth elskar Spurs ennþá. Hann vill vera þar," sagði Jonathan Barnett, umboðsmaður Bale, við BBC

Hinn 23 ára gamli Reguilon er ennþá nær því að semja við Tottenham en þessi öflugi vinstri bakvörður hefur einnig verið orðaður við Manchester United.
Athugasemdir