Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. september 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Borja Valero til Fiorentina - Inter fær Males (Staðfest)
Borja Valero hefur skorað 17 mörk fyrir Fiorentina.
Borja Valero hefur skorað 17 mörk fyrir Fiorentina.
Mynd: Ivan
Fiorentina er búið að kynna spænska miðjumanninn Borja Valero til leiks. Hann skiptir yfir á frjálsri sölu eftir þrjú ár og akkurat 100 keppnisleiki hjá Inter.

Valero verður 36 ára í janúar og er að ganga í raðir Fiorentina í annað sinn á ferlinum. Hann var í fjólubláu áður en hann gekk í raðir Inter og á 211 leiki að baki fyrir Flórensarliðið.

Valero ólst upp hjá Real Madrid en spilaði aðeins tvo leiki með aðalliðinu áður en hann var seldur burt. Hann er búinn að skrifa undir eins árs samning við Fiorentina.

Inter er þá búið að krækja í Darian Males, 19 ára framherja frá Sviss. Ítalska félagið er talið greiða 4 milljónir evra fyrir Males sem verður líklegast lánaður beint út til Genoa.

Genoa hefur verið að styrkja sig að undanförnu og krækti félagið í miðjumennina Milan Badelj og Filippo Melegoni. Badelj er kominn frá Lazio en Melegoni er á eins árs lánssamningi frá Atalanta.

Auk þeirra var Genoa að krækja í Joel Asoro, Miha Zajc, Mattia Perin, Edoardo Goldaniga og Lennart Czyborra að láni. Þá er Mattia Destro kominn á frjálsri sölu.


Athugasemdir
banner
banner
banner