Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. september 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Jón Þór: Þurfum að vera undirbúin undir hvað sem er
Icelandair
Jón Þór á æfingu Íslands í morgun.
Jón Þór á æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið spilar sinn fyrsta leik í rúma ellefu mánuði þegar liðið mætir Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli klukkan 18:45 á morgun.

Síðasti leikur liðsins var í Lettlandi en þar vann Ísland öruggan 6-0 sigur. Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, segir erfitt að meta við hverju megi búast frá Lettum á morgun.

„Það eru allir að fara aftur af stað og langt síðan liðið hefur spilað síðast. Við þurfum að vera undirbúin undir hvað sem er, sagði Jón Þór á fréttamannafundi í dag.

„Það gekk mjög vel síðast og við vorum mjög ánægð með það hvernig við útfærðum okkar sóknarleik í þeim leik,. Við höfum reynt að skerpa á þeim atriðum sem gengu vel í þeim leik. Það eru þættir sem við höfum lagt áherslu á í okkar sóknarleik í þessu verkefni. Það er langt síðan við komum saman síðast og það er mikilvægt að nýta tímann vel til að finna taktinn."

„Við þurfum að einbeita okkur að okkar atriðum í sóknar og varnarleik og liðinu í heild sinni. Við þurfum að taka upp þráðinn í því sem við höfum gert vel og ég á von á að við fáum að sjá það á morgun."


Ísland mætir Lettum á morgun áður en liðið spilar við Svía í toppslag á þriðjudaginn.

„Þetta eru þrjú stig og gefa jafn mikið og allir aðrir leikir. Það hefur verið skýrt frá upphafi að okkar markmið er að komast til Englands (á EM) og það er mikilvægt að taka eins mörg stig og við getum á heimavelli,. Það er gott að við erum komin aftur saman og erum að fara að byrja að spila leiki. Þessir dagar hafa verið frábærir og við erum bjartsýn fyrir leikinn á morgun," sagði Jón Þór.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner