Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. september 2021 19:52
Brynjar Ingi Erluson
„Verður erfitt ef þeir spila svona á sunnudag"
Harry Kane átti rólegt kvöld í Sambandsdeildinni
Harry Kane átti rólegt kvöld í Sambandsdeildinni
Mynd: EPA
Alan Hutton, fyrrum leikmaður Tottenham, var sérfræðingur í setti hjá Sky Sports í kvöld en liðið gerði 2-2 jafntefli við Rennes í Sambandsdeildinni.

Tottenham komst yfir með sjálfsmarki á 11. mínútu áður en Frakkarnir jöfnuðu tólf mínútum síðar. Rennes náði forystunni á 72. mínútu en Pierre-Emile Höjbjerg jafnaði leikinn fjórum mínútum síðar.

Hutton var óánægður með margt í leik Tottenham og segir að liðið þurfi að bæta ráð sitt ef það ætli sér að ná í úrslit gegn Chelsea á sunnudag.

„Við eigum að búast við meiru frá Spurs í kvöld og ég er alls ekki að gera lítið úr Rennes sem spilaði mjög vel. Þetta er stærsta prófið fyrir Spurs í riðlinum og maður myndi halda að liðið safni stigum í restinni af leikjunum," sagði Hutton.

„Ég býst samt alltaf við því að þetta lið fari þangað og leggi sig hundrað prósent fram. Ndombele var alltaf að búa til eitthvað með því að koma boltanum fram völlinn. Það verður erfitt fyrir liðið hins vegar ef þeir spila svona gegn Chelsea á sunnudag."

„Kane er ekki orðinn klár. Það var gott fyrir hann að fá fleiri mínútur. Hann spilaði klukkutíma og var svo tekinn af velli til að hafa hann kláran fyrir helgina en þetta var rólegt hjá honum og náði hann aðeins einu skoti á markið. Þetta gekk einhvern vegin ekki upp hjá honum í kvöld,
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner