Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. september 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland um helgina - Besta deildin skiptist í tvennt
Framarar eiga mikilvægan leik við Keflavík
Framarar eiga mikilvægan leik við Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan þarf stig gegn FH
Stjarnan þarf stig gegn FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur getur sett níu fingur á titilinn
Valur getur sett níu fingur á titilinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferðin fyrir skiptingu Bestu deildar karla fer fram um helgina og er enn mikið í húfi.

Það er nú þegar ljóst hvaða fjögur lið verða í fallriðlinum og hvaða fimm lið eru í meistarariðlinum.

Breiðablik, Víkingur, KA, Valur og KR eru öll í meistarariðlinum á meðan ÍA, Leiknir, FH og ÍBV eru í fallriðlinum.

Þrjú lið eru að berjast um sjötta og síðasta sætið í meistarariðlinum. Stjarnan er í 6. sæti með 28 stig en Fram kemur næst á eftir með 25 stig. Liðin eru bæði með -3 í markatölu. Keflavík er svo í 7. sætinu með jafn mörg stig og Fram en þessi lið mætast einmitt í 22. umferðinni um helgina.

Stjarnan spilar á meðan við FH á Samsung-vellinum.

Á toppnum er aðeins sex stiga munur á Breiðabliki og Víkingi en Blikar mæta Eyjamönnum á meðan Víkingur spilar við KR.

Valur getur farið langleiðina með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna. Liðið er með sex stiga forystu á Breiðablik þegar þrjár umferðir eru eftir. Valur spilar við ÍBV á meðan Blikar mæta Aftureldingu.

KR þarf sigur til að eiga einhvern möguleika á að halda sér uppi í deildinni en liðið er í neðsta sæti með 7 stig, sjö stigum frá öruggu sæti.

Sjá einnig:
Síðasta umferð fyrir tvískiptingu - Sjö atriði til að fylgjast með á laugardag

Leikir helgarinnar:

föstudagur 16. september

Lengjudeild kvenna
19:15 Haukar-Augnablik (Ásvellir)
19:15 Fylkir-Grindavík (Würth völlurinn)
19:15 HK-Fjarðab/Höttur/Leiknir (Kórinn)
19:15 Víkingur R.-Fjölnir (Víkingsvöllur)
19:15 Tindastóll-FH (Sauðárkróksvöllur)

3. deild karla
19:15 Kári-Víðir (Akraneshöllin)

laugardagur 17. september

Beinar textalýsingar:
14:00 Breiðablik - ÍBV
14:00 Víkingur - KR
14:00 Valur - KA
14:00 Stjarnan - FH
14:00 Fram - Keflavík
14:00 ÍA - Leiknir

Besta-deild kvenna
16:15 ÍBV-Valur (Hásteinsvöllur)

Lengjudeild karla
14:00 Þróttur V.-Kórdrengir (Vogaídýfuvöllur)
14:00 HK-Vestri (Kórinn)
14:00 Grótta-Grindavík (Vivaldivöllurinn)
14:00 Afturelding-Fjölnir (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 Selfoss-KV (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Þór-Fylkir (SaltPay-völlurinn)

2. deild karla
13:00 Höttur/Huginn-KF (Vilhjálmsvöllur)
14:00 Reynir S.-KFA (BLUE-völlurinn)
14:00 Þróttur R.-Ægir (AVIS völlurinn)
14:00 Víkingur Ó.-Haukar (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 ÍR-Njarðvík (ÍR-völlur)
16:00 Magni-Völsungur (Grenivíkurvöllur)

2. deild kvenna - Neðri hluti
16:30 Sindri-Hamar (Sindravellir)

3. deild karla
14:00 Sindri-ÍH (Sindravellir)
14:00 KFS-Vængir Júpiters (Týsvöllur)
14:00 Dalvík/Reynir-Augnablik (Dalvíkurvöllur)
14:00 Elliði-KFG (Fylkisvöllur)
14:00 Kormákur/Hvöt-KH (Blönduósvöllur)

4. deild karla - úrslitakeppni
14:00 Ýmir-Hvíti riddarinn (Fagrilundur - gervigras)
15:00 Árbær-Einherji (Sauðárkróksvöllur)

sunnudagur 18. september

Besta-deild kvenna
14:00 Keflavík-Þór/KA (HS Orku völlurinn)
14:00 KR-Selfoss (Meistaravellir)
19:15 Breiðablik-Afturelding (Kópavogsvöllur)

2. deild kvenna - Efri hluti
14:00 ÍR-Fram (ÍR-völlur)
14:00 KH-Grótta (Valsvöllur)
16:00 Völsungur-ÍA (PCC völlurinn Húsavík)

2. deild kvenna - Neðri hluti
14:00 ÍH-Álftanes (Skessan)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner