
Fótbolti.net ræddi við þrjá stuðningsmenn KA, Aksentije Milisic, Egil Sigfússon og Kristján Má Sigurbjörnsson, fyrir úrslitaleikinn gegn Víkingi í dag.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 KA
Þeir spá allir KA sigri í leiknum. Þeir eru búnir að hita vel upp fyrir leikinn og kyrja KA söngva.
Það kom eitt tóndæmi: „Slobo Milisic er við barinn, David Disztl alveg farinn." Slobodan Milisic er auðvitað faðir Aksentije. Slobodan er fyrrum leikmaður og þjálfari KA og Disztl fyrrum leikmaður liðsins.
Leikurinn byrjar klukkan 16:00, er í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net og í beinni útsendingu á RÚV.
Athugasemdir