
,,Ég er hæstánægður. frábær sigur og flott frammistaða hjá strákunum í raun og veru hver einasti leikmaður sem spilaði í dag skiluðu bara flottri frammistöðu." sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir 4-0 sigur á Njarðvík í síðustu Lengjudeild karla.
Lestu um leikinn: Fjölnir 4 - 0 Njarðvík
Vallaraðstæðurnar á Extravellinum voru ekki sérstakar en Fjölnismenn náðu samt sem áður inn fjórum mörkum og var Úlfur Arnar ánægður með frammistöðuna í dag.
„Völlurinn var vel blautur og það var helvíti hvasst. Mér fannst við bara díla mjög vel við að vera bæði með og á móti vindinum og við bara spiluðum þetta helvíti vel."
Njarðvík var í erfiðri stöðu fyrir leikinn en náðu að halda sæti sínu í deildinni á einu marki."
„Nei nei. Njarðvík er bara með þrusu lið og ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá átti ég ekki von á því að vinnam 4-0. Ég var samt sannfærður um að við myndum vinna þennan leik hérna á heimavelli.
„Skrítinn leikur. Við skorum 4-0 og þá allt í einu heyrum við hinumegin að það eiga bara að steypa fyrir og ekki annað mark og þá fara strákarnir á bekknum að kíkja á símann og þá föttuðum við það eitt mark í viðbót hjá okkur að þeir væru farnir niður þannig svolítið skrítið að sjá lið sem er að tapa 4-0 tefja og svo fagna í leikslok. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í þesusm bolta eins og ég segi og ég samgleðst þeim að þetta hafi sloppið fyrir horn hjá þeim."
Nánar var rétt við Úlf í viðtalinu hér í sjónvarpinu að ofan og meðal annars um aukaspyrnu markið sem Baldvin Þór Berndsen skoraði í seinni hálfleik en sá smellhitti boltann.