Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mið 16. október 2019 09:04
Magnús Már Einarsson
Fjórir handteknir eftir fordómana í Búlgaríu
Lögreglan í Búlgaríu hefur handtekið fjóra aðila í tengslum við kynþáttafórdóma sem leikmenn enska landsliðsins urðu fyrir í leik þar í landi í fyrrakvöld.

Tvívegis þurfti að stöðva leikinn á mánudagskvöld vegna kynþáttafordóma hjá stuðningsmönnum Búlgaríu.

Búlgarska innanríkisráðuneytið staðfesti í dag að rannsókn standi enn yfir og leitað sé að fleiri aðilum sem voru með kynþáttafordóma á mánudag.

Forseti búlgarska knattspyrnusambandsins sagði af sér í gær eftir áskorun frá forsætisráðherra landsins.

UEFA er byrjað að rannsaka málið og búlgarska knattspyrnusambandið á von á refsingu.
Athugasemdir
banner