
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, segir verkefnið erfitt gegn Paris Saint-Germain en að aðalmarkiðið sé að halda einvíginu á lífi eftir kvöldið.
Paris Saint-Germain er stærsta knattspyrnufélag Frakklands og er kvennaliðið annað besta lið landsins en liðið mætir Blikum á Kópavogsvelli klukkan 18:30 í kvöld.
„Það er fín tilhlökkun og ég held að þetta kryddi tilveruna að spila við svona lið og ég held að þeim hlakki það mikið til að við eigum eftir að eiga góðan leik á morgun," sagði Þorsteinn í gær.
„Ég er búinn að horfa á alltof marga leiki með þeim og auðvelt að afla sér upplýsingar í dag og það hefur verið auðvelt. Við hljótum að hafa fundið eitthvað sem við getum notað."
„Það eru möguleikar en heilt yfir eru þeir ekki miklir, að vinna þær í tveggja leikja einvígi. Fyrst og fremst snýst leikurinn á morgun um það að einvígið verði lifandi eftir morgundaginn."
„Þetta er frábært fótboltalið, frábært félag og risafélag. Þetta er stærsta félag sem hefur komið til Íslands í mörg ár. Þær eru með góða framlínumenn og góða leikmenn í öllum stöðum og jafnt lið," sagði hann í lokin.
Athugasemdir