Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mið 16. október 2019 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Steini Halldórs: Ég er búinn að horfa á alltof marga leiki með þeim
Kvenaboltinn
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, segir verkefnið erfitt gegn Paris Saint-Germain en að aðalmarkiðið sé að halda einvíginu á lífi eftir kvöldið.

Paris Saint-Germain er stærsta knattspyrnufélag Frakklands og er kvennaliðið annað besta lið landsins en liðið mætir Blikum á Kópavogsvelli klukkan 18:30 í kvöld.

„Það er fín tilhlökkun og ég held að þetta kryddi tilveruna að spila við svona lið og ég held að þeim hlakki það mikið til að við eigum eftir að eiga góðan leik á morgun," sagði Þorsteinn í gær.

„Ég er búinn að horfa á alltof marga leiki með þeim og auðvelt að afla sér upplýsingar í dag og það hefur verið auðvelt. Við hljótum að hafa fundið eitthvað sem við getum notað."

„Það eru möguleikar en heilt yfir eru þeir ekki miklir, að vinna þær í tveggja leikja einvígi. Fyrst og fremst snýst leikurinn á morgun um það að einvígið verði lifandi eftir morgundaginn."

„Þetta er frábært fótboltalið, frábært félag og risafélag. Þetta er stærsta félag sem hefur komið til Íslands í mörg ár. Þær eru með góða framlínumenn og góða leikmenn í öllum stöðum og jafnt lið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner