Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   mið 16. október 2019 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Steini Halldórs: Ég er búinn að horfa á alltof marga leiki með þeim
Kvenaboltinn
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, segir verkefnið erfitt gegn Paris Saint-Germain en að aðalmarkiðið sé að halda einvíginu á lífi eftir kvöldið.

Paris Saint-Germain er stærsta knattspyrnufélag Frakklands og er kvennaliðið annað besta lið landsins en liðið mætir Blikum á Kópavogsvelli klukkan 18:30 í kvöld.

„Það er fín tilhlökkun og ég held að þetta kryddi tilveruna að spila við svona lið og ég held að þeim hlakki það mikið til að við eigum eftir að eiga góðan leik á morgun," sagði Þorsteinn í gær.

„Ég er búinn að horfa á alltof marga leiki með þeim og auðvelt að afla sér upplýsingar í dag og það hefur verið auðvelt. Við hljótum að hafa fundið eitthvað sem við getum notað."

„Það eru möguleikar en heilt yfir eru þeir ekki miklir, að vinna þær í tveggja leikja einvígi. Fyrst og fremst snýst leikurinn á morgun um það að einvígið verði lifandi eftir morgundaginn."

„Þetta er frábært fótboltalið, frábært félag og risafélag. Þetta er stærsta félag sem hefur komið til Íslands í mörg ár. Þær eru með góða framlínumenn og góða leikmenn í öllum stöðum og jafnt lið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner