Það var leikið í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands, þennan laugardaginn.
Sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur verið í kuldanum hjá Millwall á þessu tímabili. Hann var ekki í hóp er liðið tapaði fyrir Luton á heimavelli. Varnarmaðurinn Daníel Leó Grétarsson meiddist í síðasta landsliðsverkefni og hann var ekki í hóp hjá Blackpool í tapi gegn Nottingham Forest. Íslendingarnir í deildinni hafa ekki fengið mörg tækifæri á tímablinu.
Bournemouth styrkti stöðu sína á toppnum í deildinni með góðum útisigri gegn Bristol City. Jamal Lowe og Jordan Zemura skoruðu mörkin í fyrri hálfleik.
West Brom er í öðru sæti og Fulham í þriðja sæti. Fulham komst aftur á sigurbraut í dag, 4-1 á heimavelli gegn QPR.
Lærisveinar Wayne Rooney í Derby County gerðu markalaust jafntefli á heimavelli gegn Preston. Rooney er að gera mjög góða hluti í ljósi aðstæðna hjá Derby. Tólf stig voru tekin af liðinu vegna fjárhagsörðugleika, en liðið situr á botninum með þrjú stig - sex stigum frá öruggu sæti. Liðið væri um miðja deild ef stigin hefðu ekki verið tekin.
Öll úrslit dagsins má sjá hér fyrir neðan.
Blackburn 2 - 2 Coventry
1-0 Joe Rothwell ('39 )
2-0 Sam Gallagher ('45 )
2-1 Tyler Walker ('62 )
2-2 Thomas Kaminski ('68 , sjálfsmark)
Bristol City 0 - 2 Bournemouth
0-1 Jamal Lowe ('21 )
0-2 Jordan Zemura ('45 )
Fulham 4 - 1 QPR
1-0 Aleksandar Mitrovic ('10 )
1-1 Lyndon Dykes ('55 )
2-1 Aleksandar Mitrovic ('67 )
3-1 Bobby Reid ('71 )
4-1 Antonee Robinson ('90 )
Huddersfield 2 - 0 Hull City
1-0 Tom Lees ('9 )
2-0 Duane Holmes ('73 )
Middlesbrough 2 - 0 Peterborough United
1-0 Paddy McNair ('85 , víti)
2-0 Josh Coburn ('90 )
Millwall 0 - 2 Luton
0-1 Harry Cornick ('11 )
0-2 Harry Cornick ('53 )
Nott. Forest 2 - 1 Blackpool
1-0 Brennan Johnson ('22 )
1-1 Jerry Yates ('52 )
2-1 Lewis Grabban ('61 )
Preston NE 0 - 0 Derby County
Reading 1 - 0 Barnsley
1-0 John Swift ('77 )
Sheffield Utd 2 - 1 Stoke City
0-1 Jacob Brown ('55 )
1-1 Lys Mousset ('80 )
2-1 David McGoldrick ('83 )
Athugasemdir