Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
banner
   lau 16. nóvember 2019 16:06
Elvar Geir Magnússon
Kisínev, Moldóvu
Guðni Bergs: Bjartsýnn á að leika á Laugardalsvelli í mars
Icelandair
Guðni Bergsson á æfingu Íslands í dag.
Guðni Bergsson á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Moldóvu í lokaleik riðilsins í undankeppni fyrir EM á næsta árið. Ljóst er fyrir leikinn að Ísland á ekki möguleika á öðru af tveimur efstu sætunum í riðlinum og mun leika í umspili í mars um laust sæti á lokamótinu.

Fótbolti.net ræddi við Guðna Bergsson, formann KSÍ, í dag.

„Við komumst ekki upp úr riðlinum en viljum enda þetta sterkt með sigri á móti Moldóvum og sjáum svo til með umspilið," sagði Guðni.

Guðni var spurður út í frammistöðu landsliðsins í riðlakeppninni.

„Heilt yfir fannst mér frammistaðan með ágætum í riðlinum. Það voru leikir eins og útileikurnir gegn Frökkum og Albönum, í Albaníu hefðum við mátt ná í stig. Heilt yfir sóttum við þessi stig sem búist var við."


Hvernig metur hann leikinn gegn Moldóvu?

„Við megum alls ekki vanmeta Moldóva sem eru í uppsveiflu. Þeir voru óheppnir gegn Frökkum og við verðum að vara okkur gegn þeim. Við viljum sækja sigur og munum gera það."


Guðni var næst spurður út í umspilið í mars og hvernig málin stæðu varðandi Laugardalsvöll. Ljóst er að undanúrslitaviðureign Íslands verður heimaleikur Íslands.

„Ég er bjartsýnn á að við leikum á Laugardalsvelli í umspilinu. Það er ekki allt í okkar höndum, veðurfarið mun skipta miklu máli með það en Kristinn vallarstjóri og okkar starfsmenn munu með öllum ráðum gera það sem hægt er til að leikurinn geti farið fram."

„Ef það tekst ekki að spila leikinn á Íslandi þá verðum við að fara erlendis með hann og það verður þá Danmörk eða eitthvað annað. Þetta bendir á þá staðreynd að við þurfum einhverjar breytingar með okkar vallarmál. Við erum að spila mótsleiki í nóvember og mars sem við ráðum illa við á Laugardalsvellinum."

„Við setjumst betur yfir þetta í næstu viku og erum búin að gera okkar frumathuganir. Við förum í það í næstu viku að gera nauðsynlegar ráðstafanir,"
sagði Guðni að lokum.
Athugasemdir