Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 10:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kaupir United Haaland og lánar hann til baka?
Powerade
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho
Jadon Sancho
Mynd: Getty Images
Callum Hudson-Odoi
Callum Hudson-Odoi
Mynd: Getty Images
Ben Chilwell
Ben Chilwell
Mynd: Getty Images
BBC tók saman helst slúðrið úr helstu fréttamiðlunum í boltanum í morgun. Hver veit nema eitthvað af þessu gerist?



Liðsfélagar Leroy Sane (23) hjá Man City verða, með hverjum deginum sem líður, vissari um að Sane sé á leiðinni til Bayern Munchen næsta sumar. (Telepegraph)

Man United er að íhuga janúarkaup á Jadon Sancho (19) vængmanni Dortmund. (Guardian)

Dani Ceballos (23) miðjumaður Real Madrid sem er á láni hjá Arsenal segist ekki ætla snúa til baka til Real að loknum lánssamningi. (Sun)

Manchester United er tilbúið að kaupa Erling Braut Haaland (19) framherja Red Bull Salzburg. Leikmaðurinn hefur verið funheitur með Salzburg og fer bara hækkandi í verði. (ESPN)

Red Bull vill fá 100 milljónir evra fyrir Haaland. (AS)

United er sagt opið fyrir því að lána Haaland til baka til Salzburg út leiktíðina ef hann er laus í janúar. (Mirror)

Real Madrid og Barcelona eru sögð líklegustu liðin til að kroppa í Haaland. (Mirror)

City er sagt á eftir Ben Chilwell (22) vinstri bakverði Leicester. Benjamin Mendy (25) fer of mikið í taugarnar á stjórnarmönnum City. (90min)

Faðir Moise Kean (19) vill fá sinn mann burt frá Goodison Park og til baka til Ítalíu. (Sun)

Real Madrid vill fá Callum Hudson-Odoi (19) vængmann Chelsea. (Mirror)

Real vill einnig fá Samu Chikwueze (20) framherja Villarreal og Nígeríu. (Star)

Chelsea er orðað við Elseid Hysaj (25) hægri bakvörð Napoli og Albaníu sem rennur út á samning næsta sumar. (Goal)

Juventus ætlar að endursemja við Wojciech Szczesny. (Calciomercato)

Caglar Soyuncu (23) og Johnny Evans (31) miðverðir Leicester eru undir smásjánni hjá Man City. (Sky Sports)

Man United og Inter fylgjast með Gianluca Busio (17) miðjumanni Sporting Kansas City. (Tuttomercatoweb)

Hugo Lloris (32) gæti snúið til baka í mark Tottenham í janúar eftir meiðsli á olnboga. (Sun)

Tony Parrott (17) framherji Tottenham og Írlands á von á nýju samningstilboði frá Tottenham. (Football Insider)

Cristiano Ronaldo (34) mun funda með yfirmönnum Juventus vegna atviksins á sunnudag þegar Ronaldo yfirgaf leikvanginn áður en leik lauk gegn AC Milan. (Mirror)

Victor Moses (28) gæti komið snemma til baka til Chelsea frá Fenerbahce en hann er þar á 18 mánaða lánssamningi. Moses byrjaði vel fyrstu sex mánuðina en tyrkneska félagið vill nú losna við Moses. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner