Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 16. nóvember 2023 22:49
Hafliði Breiðfjörð
Bratislava
Age Hareide: Þetta var svartur fimmtudagur!
Age Hareide á hliðarlínunni í kvöld.
Age Hareide á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian fór af velli því það þurfti dýpri mann á miðjuna.
Kristian fór af velli því það þurfti dýpri mann á miðjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi fékk höfuðhögg og varð að fara af velli.
Arnór Ingvi fékk höfuðhögg og varð að fara af velli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru að bíða eftir svörtum föstudegi en í dag var svartur fimmtudagur að öllu leiti," sagði Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands eftir 4 - 2 tap úti gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í kvöld.

Lestu um leikinn: Slóvakía 4 -  2 Ísland

„Fyrri hálfleikur var í lagi, við urðum pirraðir út í VAR og þetta var augljóslega ekki víti. Ég sá þetta á sama skjá og dómarinn og Kristian er fyrir framan boltann. Slóvakinn kemur með fótinn milli fóta hans og ég skil ekki hvernig hann gat dæmt víti úr þessu," hélt hann áfram.

„Í seinni hálfleik var allt í ruglingi. Við byrjum seinni hálfleikinn á að fá á okkur auðveld mörk og það róaðist þegar Aron kom inná, þá náðum við betri stjórn á þessu. Heilt yfir var þetta léleg frammistaða hjá okkur, virkilega léleg frammistaða. Við fáum alltaf einhver svör en það er alltaf að tapa leikjum sér í lagi fyrir ungu leikmennina. Við verðum að gefa ungu mönnunum tækifæri til að spila og það eru ekki margir leikir til að gefa þeim tækifæri. Hákon var svo meiddur í dag en þeir eru framtíðarmenn og fótboltinn snýst um að vinna eða tapa og við verðum að læra af þessu. Ég ber ábyrgð á þessu því ég vel liðið og þið verðið að kenna mér og öllum sem ég vel um. Stundum getur fótboltinn verið grimmur."

Hvaða mistök gerðir þú í leiknum?
„Nei ég er að segja að þið getið kennt leikmönnunum um en ég vel leikmennina. Við verðum líka að hafa í huga að Slóvakía spilaði virkilega vel, mun betur en á Íslandi. Þeir voru kannski grimmari, unnu barátturnar og þannig er það bara."

Hvað varst þú að reyna sem leikmennirnir náðu ekki að sýna á vellinum?
„Við höfum áður spilað 4-3-3 og við reyndum að vera sóknarsinnaðir og gera sem mest úr því. Við gerðum breytingu í hálfleik til að hafa tvo djúpa menn á miðjunni því leikurinn vinnst oft á miðjunni. Ég vildi að Kristian og Ísak spiluðu 45 mínútur hvor svo það tengtist því ekki. Kristian þarf að spila, hann er lofandi leikmaður, og Ísak þarf líka að spila. Þeir eru framtíðarmenn."

Kristian var þá ekkert meiddur?
„Nei hann var ekkert meiddur. Hann var tekinn af velli í hálfleik því ég vildi dýpri miðjumann, meiri áttu sem gæti spilað skapandi."

Hvað kom fyrir Arnór?
„Hann fékk höfuðhögg, ég held að hann sé í lagi. Við tökum enga sénsa þegar menn fá höfuðhögg en hann er í lagi."

Þú hefur áður kvartað yfir VAR, og enn í dag lék það þig grátt?
„Ég hefði vonað að dómarinn tæki meiri stjórn á leiknum. Dómarinn var góður í kvöld en hann benti ekki á punktinn. Honum fannst þetta ekki vera víti en einhver öskraði í eyrað á honum að hann yrði að kíkja á þetta. Hann kíkti svo á það og samt var ákvörðunin tekin í VAR herberginu en ekki honum sjálfum. Það er ekki hægt að sjá annað þegar hann horfir á það sem gerðist. Hann sér þetta betur þegar hann sér þetta beint heldur en að sjá frysta mynd. Frysta myndin sýnir samt að Kristian var á undan í boltann. Ég skil þetta ekki."

Það er mikil vinna framundan og það er leikur gegn Portúgal á sunnudaginn. Það gæti orðið hörmung ef við spilum svona?
„Já það yrði það. Við verðum að verjast betur og vera þéttari þegar við spilum gegn þeim. Við verðum að sjá hvað við gerum."

Aðalmarkmiðið okkar er mars þegar við gætum farið í umspil, það er mikil vinna framundan fyrir það?
„Við förum í vináttuleiki í Bandaríkjunum með skandinavíu leikmennina í janúar og verðum að stækka leikmannahópinn okkar og komast að hver er nógu góður til að spila fyrir landsliðið. Það mun taka tíma en við verðum að gera það og finna þá bestu. Við höfum sýnt jákvæð merki í mörgum leikjum, jákvæðan varnarleik og jákvæðan sóknarleik en við verðum að halda áfram að vinna í þessu. Fótboltinn er stundum svona og stundum splundrast hann í marga hluti. Ég hef lent í þessu áður svo þetta er ekki í fyrsta sinn."

Geturðu búið til samkeppnishæft lið í mars?
„Já! Við verðum að vinna í varnarleiknum og sóknarleiknum, það er að mörgu að huga en þetta verða samt úrslitaleikir, eins og bikarleikir, ég held við verðum tilbúnir."
Athugasemdir
banner