Andri Lucas Guðjohnsen átti stoðsendinguna í öðru marki Íslands í 2-0 útisigrinum í Svartfjallalandi. Andri Lucas spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 - 2 Ísland
„2-0 og við héldum hreinu. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira. Þetta var erfitt og hark inn á milli," segir Andri Lucas.
Hvað tók langan tíma að venjast grasinu og vellinum?
„Það tók alveg smá tíma en grasið er eins og það er. Sumir leikir eru bara svona, stundum er fótboltinn svona. Hann er ekki alltaf fallegur. Það er mikilvægt að vinna einvígi og við gerðum það svo sannarlega."
„Eins og við ætluðum okkur. Við erum með leikmenn sem eru á betri stöðum og eigum að vinna báða leikina gegn landi eins og Svartfjallalandi."
Ísland mætir Wales í úrslitaleik á þriðjudag.
„Það er mjög jákvætt og gerir leikinn skemmtilegri."
Í viðtalinu ræðir Andri um sóknargetu liðsins.
Athugasemdir