Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
   lau 16. nóvember 2024 20:21
Elvar Geir Magnússon
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann öflugan 2-0 útisigur gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrra mark Íslands og ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

„Þetta var öðruvísi leikur en maður er vanur að spila. Við vissum að við værum að fara út í baráttu og seinni bolta. Auðvitað er þetta smá bras en við sýndum gæðamuninn," segir Orri.

Vallaraðstæður voru ekki sérstakar en völlurinn þó betri en þjóðarleikvangurinn sem UEFA dæmdi óleikhæfan.

„Hann var betri en völlurinn sem við æfðum á í gær og betri aðstaða."

Rétt áður en Orri skoraði fékk hann gult spjald en í pirringi hrinti hann leikmanni Svartfjallalands.

„Það var ekki góð ákvörðun hjá mér, ég tek það á mig. Ég fæ sjaldan gult spjald svo þetta verður nú ekkert vandamál í framtíðinni," segir Orri. Hvernig var að sjá boltann liggja í netinu stuttu seinna?

„Mjög mikilvægt og góð tilfinning. Við höfðum átt góðan kafla, haldið í boltann og aðeins náð að ógna. Við gerðum vel og það var gott að skora."

Varamennirnir komu allir sterkir inn og gerðu gæfumun í leiknum.

„Það breytir leiknum algjörlega þegar varamennirnir koma svona góðir inn. Að fá svona ferska fætur. Ísak og Mikael bara breyta leiknum og Gulli í fyrri hálfleik tekur stjórn á vörninni. Þetta gerir svo mikið fyrir okkur."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Orri einnig um sigur Real Sociedad gegn Barcelona á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner