Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
banner
   lau 16. nóvember 2024 20:21
Elvar Geir Magnússon
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann öflugan 2-0 útisigur gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrra mark Íslands og ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

„Þetta var öðruvísi leikur en maður er vanur að spila. Við vissum að við værum að fara út í baráttu og seinni bolta. Auðvitað er þetta smá bras en við sýndum gæðamuninn," segir Orri.

Vallaraðstæður voru ekki sérstakar en völlurinn þó betri en þjóðarleikvangurinn sem UEFA dæmdi óleikhæfan.

„Hann var betri en völlurinn sem við æfðum á í gær og betri aðstaða."

Rétt áður en Orri skoraði fékk hann gult spjald en í pirringi hrinti hann leikmanni Svartfjallalands.

„Það var ekki góð ákvörðun hjá mér, ég tek það á mig. Ég fæ sjaldan gult spjald svo þetta verður nú ekkert vandamál í framtíðinni," segir Orri. Hvernig var að sjá boltann liggja í netinu stuttu seinna?

„Mjög mikilvægt og góð tilfinning. Við höfðum átt góðan kafla, haldið í boltann og aðeins náð að ógna. Við gerðum vel og það var gott að skora."

Varamennirnir komu allir sterkir inn og gerðu gæfumun í leiknum.

„Það breytir leiknum algjörlega þegar varamennirnir koma svona góðir inn. Að fá svona ferska fætur. Ísak og Mikael bara breyta leiknum og Gulli í fyrri hálfleik tekur stjórn á vörninni. Þetta gerir svo mikið fyrir okkur."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Orri einnig um sigur Real Sociedad gegn Barcelona á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner