Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 16. nóvember 2024 20:21
Elvar Geir Magnússon
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann öflugan 2-0 útisigur gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrra mark Íslands og ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

„Þetta var öðruvísi leikur en maður er vanur að spila. Við vissum að við værum að fara út í baráttu og seinni bolta. Auðvitað er þetta smá bras en við sýndum gæðamuninn," segir Orri.

Vallaraðstæður voru ekki sérstakar en völlurinn þó betri en þjóðarleikvangurinn sem UEFA dæmdi óleikhæfan.

„Hann var betri en völlurinn sem við æfðum á í gær og betri aðstaða."

Rétt áður en Orri skoraði fékk hann gult spjald en í pirringi hrinti hann leikmanni Svartfjallalands.

„Það var ekki góð ákvörðun hjá mér, ég tek það á mig. Ég fæ sjaldan gult spjald svo þetta verður nú ekkert vandamál í framtíðinni," segir Orri. Hvernig var að sjá boltann liggja í netinu stuttu seinna?

„Mjög mikilvægt og góð tilfinning. Við höfðum átt góðan kafla, haldið í boltann og aðeins náð að ógna. Við gerðum vel og það var gott að skora."

Varamennirnir komu allir sterkir inn og gerðu gæfumun í leiknum.

„Það breytir leiknum algjörlega þegar varamennirnir koma svona góðir inn. Að fá svona ferska fætur. Ísak og Mikael bara breyta leiknum og Gulli í fyrri hálfleik tekur stjórn á vörninni. Þetta gerir svo mikið fyrir okkur."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Orri einnig um sigur Real Sociedad gegn Barcelona á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner