Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 16. nóvember 2024 20:21
Elvar Geir Magnússon
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann öflugan 2-0 útisigur gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrra mark Íslands og ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

„Þetta var öðruvísi leikur en maður er vanur að spila. Við vissum að við værum að fara út í baráttu og seinni bolta. Auðvitað er þetta smá bras en við sýndum gæðamuninn," segir Orri.

Vallaraðstæður voru ekki sérstakar en völlurinn þó betri en þjóðarleikvangurinn sem UEFA dæmdi óleikhæfan.

„Hann var betri en völlurinn sem við æfðum á í gær og betri aðstaða."

Rétt áður en Orri skoraði fékk hann gult spjald en í pirringi hrinti hann leikmanni Svartfjallalands.

„Það var ekki góð ákvörðun hjá mér, ég tek það á mig. Ég fæ sjaldan gult spjald svo þetta verður nú ekkert vandamál í framtíðinni," segir Orri. Hvernig var að sjá boltann liggja í netinu stuttu seinna?

„Mjög mikilvægt og góð tilfinning. Við höfðum átt góðan kafla, haldið í boltann og aðeins náð að ógna. Við gerðum vel og það var gott að skora."

Varamennirnir komu allir sterkir inn og gerðu gæfumun í leiknum.

„Það breytir leiknum algjörlega þegar varamennirnir koma svona góðir inn. Að fá svona ferska fætur. Ísak og Mikael bara breyta leiknum og Gulli í fyrri hálfleik tekur stjórn á vörninni. Þetta gerir svo mikið fyrir okkur."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Orri einnig um sigur Real Sociedad gegn Barcelona á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner