Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 11:57
Ívan Guðjón Baldursson
Anna María framlengir við Stjörnuna - Elín og Sylvía klárar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru fregnir að berast úr herbúðum kvennaliðs Stjörnunnar þar sem Anna María Baldursdóttir er búin að framlengja samning sinn við félagið.

Anna María er fædd 1994 og hefur alla tíð spilað fyrir Stjörnuna. Hún á 174 leiki að baki fyrir félagið og hefur spilað 9 A-landsleiki í gegnum tíðina.

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Garðbæinga að halda í Önnu Maríu sem er mikilvægur leikmaður og fyrirmynd fyrir unga leikmenn félagsins.

Þá var Elín Helga Ingadóttir einnig að framlengja samning sinn við Stjörnuna en hún hefur aðeins spilað níu leiki fyrir félagið síðustu tvö keppnistímabil vegna krossbandsmeiðsla. Elín er fædd um aldamótin og var mikilvægur hlekkur í liði Hauka áður en hún skipti í Garðabæinn.

Að lokum er Sylvía Birgisdóttir gengin í raðir félagsins en hún kom við sögu í einum Pepsi Max-deildarleik í fyrra. Sylvía er 19 ára gömul og á leiki að baki fyrir Skínanda og Álftanes.

Sylvía er öflugur bakvörður og var mikilvægur hlekkur í Íslandsmeistaraliði 2. flokks kvenna hjá Stjörnunni í fyrra.

Stjarnan lenti í basli í Pepsi Max-deildinni í fyrra og var aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar tímabilið var blásið af vegna Covid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner