
Markvörðurinn Samantha Leshnak Murphy sem lék með Keflavík á síðasta tímabili er gengin í raðir sænska félagsins Piteå.
Samantha átti frábært tímabil með Keflavík í fyrra, var þrívegis valin í lið umferðarinnar í Bestu deildinni og varði mark úrvalsliðs fyrri hluta tímabilsins.
Samantha átti frábært tímabil með Keflavík í fyrra, var þrívegis valin í lið umferðarinnar í Bestu deildinni og varði mark úrvalsliðs fyrri hluta tímabilsins.
Í lok tímabilsins var hún svo á bekknum í liði ársins. Hún hjálpaði Keflavík að enda í 8. sæti Bestu deildarinnar eftir að hafa verið spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir mót. Keflavík endaði fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.
Piteå endaði í 7. sæti sænsku deildarinnar í fyrra og var Hlín Eiríksdóttir þá markahæst í liðinu. Hlín er nú gengin í raðir Kristianstad.
Sjá einnig:
'MVP' kraftröðun í Bestu: Veit ekki hvar Keflavík væri án hennar
Athugasemdir