Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 12:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær tekinn við Besiktas (Staðfest)
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær er tekinn við sem stjóri Besiktas í Tyrklandi.

Hann skrifar undir samning sem gildir til 2026.

„Það er frábært að vera hérna og gaman að sjá hvað mikið af fólki þykir vænt um félagið," sagði Solskjær þegar hann lenti á flugvellinum í Istanbúl.

Solskjær var orðaður við stjórastöðuna hjá Besiktas í sumar en Hollendingurinn Giovanni Van Bronckhorst var ráðinn að lokum. Hann var hins vegar ekki lengi við stjórnvölin en hann var rekinn í nóvember eftir tap gegn Maccabi Tel-Aviv í Evrópudeildinni.

Solskjær hefur stýrt Molde í tvígang, Cardiff og síðast Man Utd en hann hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá United árið 2021.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner