Heimild: Þór/KA
Þór/KA hefur fengið til sín bandarískan markvörð sem kemur frá írska liðinu Galway United en þar hefur hún spilað síðustu tvö tímabil.
Jessica Berlin hetir markvörðurinn og er frá Burk í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Hún spilaði áður fyrir háskólalið ríkisháskóla Norður-Karólínu.
Jessica Berlin hetir markvörðurinn og er frá Burk í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Hún spilaði áður fyrir háskólalið ríkisháskóla Norður-Karólínu.
„Það eru ungar og efnilegar stelpur að koma upp í markinu hjá okkur í Þór/KA og fara fljótlega að banka á dyrnar en Jessica færir okkur reynslu sem við þurfum á að halda fyrir næsta tímabil,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA
„Jessica er öflugur markvörður sem hefur spilað sem atvinnumaður síðustu tvö árin svo hún þekkir umhverfið vel. Við væntum mikils af henni og hlökkum til að fá hana inn í okkar sterka hóp.“
Jessica kveðst í samtali við heimasíðu Þórs/KA vera virkilega spennt að koma til Íslands.
„Ég nýt þess mjög að ferðast og upplifa nýja menningarheima. Að geta spilað fótbolta í mismunandi löndum hefur verið mögnuð upplifun hingað til og ég er virkilega spennt að búa og keppa á Íslandi með Þór/KA. Ég hef heyrt margt gott um þessa deild og mig hefur alltaf langað til að heimsækja Ísland svo þetta er spennandi tækifæri fyrir mig. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég hleypi heimdraganum til að spila í ókunnu landi svo ég hef ekki miklar áhyggjur. Auk þess veit ég að margir vinir og ættingja hafa nú þegar áhuga á að koma í heimsókn," segir Jessica.
Athugasemdir