Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. febrúar 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nagelsmann segir að knattspyrnustjórar verði að horfa á Liverpool
Nagelsmann þjálfar RB Leipzig í Þýskalandi.
Nagelsmann þjálfar RB Leipzig í Þýskalandi.
Mynd: Getty Images
Liverpool er með 25 stiga forskot á Englandi.
Liverpool er með 25 stiga forskot á Englandi.
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig í Þýskalandi, segist horfa á leiki Liverpool og Manchester City til að bæta sig í sínu starfi.

Nagelsmann er aðeins 32 ára gamall, en hefur þrátt fyrir ungan aldur verið aðalþjálfari í þýsku úrvalsdeildinni frá 2016, fyrst með Hoffenheim og núna Leipzig.

Leipzig er í augnablikinu í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, stigi frá Bayern München.

„Ég horfi mikið á Liverpool og Manchester City," sagði þessi efnilegi þjálfari við The Independent.

„Á síðasta tímabili þá fann City svo margar leiðir til að opna leiki. Það er alltaf áhugavert að fylgjast með liðum Pep Guardiola."

„Liverpool hefur þróað leik sinn svo vel, sérstaklega með bolta. Á fyrstu tveimur tímabilunum hjá Jurgen Klopp þá snerist það meira um skyndisóknir og að skapa augnablik sóknarlega. Við erum í sama ferli núna hjá Leipzig, að treysta ekki bara á pressu og skyndisóknir," segir Nagelsmann.

„Ef þú vilt vera góður knattspyrnustjóri þá þarftu að horfa mikið á Liverpool. Það sem þeir eru að gera er ótrúlegt. Þú getur lært af frammistöðu þeirra, en það sem er mikilvægara, þú getur lært af hugarfarinu."

Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er klikkun þegar þú nærð svona miklum árangri að þú gerir meira og meira til að halda áfram að vinna. Þetta eru stór skilaboð til leikmanna, sérstaklega yngri leikmanna."

„Þeir eiga að læra af Liverpool að vera alltaf hungraðir, til að verða betri. Það skiptir ekki máli að þú sért næstum því meistari, þú heldur áfram að vinna," sagði Nagelsmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner