Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. febrúar 2020 19:00
Aksentije Milisic
Solskjær opinn fyrir því að kaupa Ighalo - „Undir honum komið"
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur neitað því að það hafi verið eitthvað neyðarúrræði hjá félaginu að fá Odion Ighalo á sex mánaða lánssamning til félagsins í glugganum.

Talið er að Ighalo verði í leikmannahóp United í kvöld þegar liðið mætir Chelsea en hann er nýbyrjaður að æfa með liðinu. Solskjær segir að það sé undir Ighalo komið hvort að félagið ákveði að kaupa hann í kjölfarið eftir að lánssamningurinn rennur út.

„Hann er hérna á láni og hann er leikmaður sem ég er mjög sáttur með að hafa hér. Vonandi nær hann að sanna fyrir ykkur hvað hann getur gert, sem ég held að hann geri. Hann er markaskorari, ég hef ekki áhyggjur," sagði Ole.

„Þegar þú ert kominn inn og færð tækifæri til að sanna þig, þá eru ýmsir möguleikar til staðar. Ef hann sannar sig, bæði sem leikmaður og manneskja sem getur bætt hópinn okkar, þá er ég viss um að við skoðum það að kaupa hann."

United mætir Chelsea í stórleik í kvöld kl.20 en leikið er á Stamford Bridge.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner