Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. febrúar 2021 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
Hörður og Arnór spiluðu fyrir CSKA - Oostende lagði Genk
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru í byrjunarliði CSKA Moskvu sem er í æfingaferð á Spáni.

CSKA byrjaði á jafntefli við B-deildarlið Cartagena þar sem Hörður Björgvin og Arnór byrjuðu.

Heimamenn í Cartagena tóku forystuna snemma leiks en lokatölur urðu 1-1. CSKA skipti liðinu sínu út og leyfði nýjum leikmönnum að spreyta sig í næsta leik sem var gegn D-deildarliði Racing Murcia. Þeim leik lauk með 0-1 sigri CSKA.

Cartagena 1 - 1 CSKA Moskva
1-0 I. Gil ('2)
1-1 I. Shkurin ('73)

Racing Murcia 0 - 1 CSKA Moskva
0-1 F. Chalov ('88)

Ari Freyr Skúlason var þá ekki í leikmannahópi Oostende sem vann frækinn sigur á Genk í belgíska boltanum.

Ari Freyr var fjarverandi vegna veikinda en Oostende hefur verið að spila langt framyfir væntingum og er í harðri baráttu við Genk, Anderlecht og Standard Liege um Evrópusæti.

Þetta var annar sigur Oostende í röð og er liðið með 42 stig eftir 27 umferðir.

Oostende 3 - 1 Genk
0-1 P. Onuachu ('10, víti)
1-1 M. Gueye ('22, víti)
2-1 M. Gueye ('26, víti)
3-1 A. Theate ('58)
Athugasemdir
banner
banner