Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 17. febrúar 2023 17:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Raphinha biðst afsökunar á viðbrögðum sínum
Raphinha.
Raphinha.
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Raphinha hefur beðist afsökunar á viðbrögðum sínum við að vera skipt af velli í leik Barcelona gegn Manchester United í Evrópudeildinni í gærkvöldi.

Raphinha var manna frískastur hjá Barcelona í leiknum en honum var kippt af velli stuttu eftir að hann hafði skorað.

Raphinha var hissa á skiptingunni og brást pirraður við henni. Hann var ekki sáttur við þjálfara sinn, Xavi.

Sá brasilíski hefur núna beðist afsökunar á hegðun sinni.

„Ég hef nú þegar beðist afsökunar og mun gera það aftur á æfingu. Ég vil biðjast afsökunar á viðbrögðum mínum við skiptingunni. Þetta gerist ekki aftur. Það er ekki neitt vandamál á milli mín og Xavi," segir Raphinha.

„Ég vildi bara vera áfram inn á vellinum."


Athugasemdir
banner