
Valur hefur verið með leikmenn Fylkis á lista hjá sér í vetur. Í síðasta mánuði sagði Fótbolti.net frá því að Valur hefði boðið í þá Stefán Gísla Stefánsson (2006) og Guðmar Gauta Sævarsson (2008).
Á föstudag var svo sagt frá því í Þungavigtinni að Valur hefði boðið í Ólaf Kristófer Helgason (2002), markmann Fylkis, fyrr í vetur.
„Þeir höfðu samband við okkur fyrir einhverjum vikum síðan, heyrðu aðeins í okkur," segir Ragnar Páll Bjarnason sem er formaður knattspyrnudeildar Fylkis.
Ólafur Kristófer er ekki á leiðinni í Val. Í síðustu viku var fjallað um áhuga Vals á Ásgeiri Orra Magnússyni sem er markmaður Keflavíkur. Valsmenn eru fyrir með markmennina Ögmund Kristinsson og Stefán Þór Ágústsson í sínum leikmannahópi.
Á föstudag var svo sagt frá því í Þungavigtinni að Valur hefði boðið í Ólaf Kristófer Helgason (2002), markmann Fylkis, fyrr í vetur.
„Þeir höfðu samband við okkur fyrir einhverjum vikum síðan, heyrðu aðeins í okkur," segir Ragnar Páll Bjarnason sem er formaður knattspyrnudeildar Fylkis.
Ólafur Kristófer er ekki á leiðinni í Val. Í síðustu viku var fjallað um áhuga Vals á Ásgeiri Orra Magnússyni sem er markmaður Keflavíkur. Valsmenn eru fyrir með markmennina Ögmund Kristinsson og Stefán Þór Ágústsson í sínum leikmannahópi.
Ef þeir fara þá fara þeir erlendis
Er eitthvað ennþá í gangi með Stefán og Guðmar Gauta?
„Það dó bara, þeim tilboðum sem komu var klárlega hafnað."
Horfið á þá tvo þannig að ef þeir fara þá fara þeir erlendis?
„Okkar væntingar standa til þess já. Við sjáum þessa leikmenn fyrir okkur þar," segir Ragnar.
Stefán Gísli og Guðmar Gauti eru unglingalandsliðsmenn sem hafa farið á reynslur erlendis síðustu misseri.
Athugasemdir