Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. mars 2021 18:57
Aksentije Milisic
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Felix og Suarez frammi - Timo og Kai byrja
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu halda áfram í kvöld en í gær tryggðu Real Madrid og Manchester City sér farseðilinn í 8-liða úrslitin með góðum sigrum.

Í kvöld eru tveir leikir á dagskrá. Chelsea og Atletico Madrid mætast á Stamford Bridge í London en þar má búast við mikillri spennu. Chelsea vann fyrri leikinn 1-0 og náði því inn gífurlega mikilvægu útivallarmarki.

Spennan er ekki jafn mikil í hinum leik kvöldsins. Þar mætast Evrópumeistararnir í Bayern Munchen og Lazio. Bayern vann fyrri leik liðanna 4-1 í Róm og því formsatriðið fyrir þá þýsku að klára dæmið í kvöld.

Tomas Tuchel er með Timo Werner og Kai Havertz báða í byrjunarliðiðinu. Þá fær Kourt Zouma sénsinn í vörninni.

Luis Suarez og Joao Felix er báðir í byrjunarliðinu hjá Atletico Madrid og þá er Kieran Trippier á sínum stað í hægri bakverðinum.

Robert Lewandowski er á sínum stað í byrjunarliði Bayern Munchen og þá eru þeir Leroy Sane og Thomas Muller einnig inná.

Chelsea: Mendy, Azpilicueta, Zouma, Rudiger, James, Kante, Kovacic, Alonso, Ziyech, Werner, Havertz.
Atletico: Oblak, Lodi, Gimenez, Savic, Trippier, Saul, Koke, Llorente, Carrasco, Suarez, Felix.

Bayern: Nubel, Pavard, Kimmich, Gnabry, Lewadowski, Sane, Boateng, Goretzka, Hernandez, Muller, Alaba.
Lazio: Reina, Marusic, Acerbi, Radu, Lazzari, Escalante, Savic, Alberto, Fares, Correa, Muriqi,
Athugasemdir
banner
banner