Spænski miðjumaðurinn Marc Casado verður ekki meira með Barcelona á tímabilinu eftir að hann meiddist á hné. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Börsungum.
Casado er 21 árs gamall var valinn í spænska A-landsliðið fyrir leikina í Þjóðadeildinni í þessum mánuði en þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.
Barcelona hefur staðfest að hann hafi hlotið meiðsli á liðbandi í hné og gert sé ráð fyrir að hann verði ekki meira með á tímabilinu.
Miðjumaðurinn kom með sterka innkomu inn í lið Barcelona á tímabilinu og tókst að vinna sér inn byrjunarliðssæti.
Höggið mikið fyrir Börsunga sem eru í titilbaráttu í La Liga og komnir í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir