Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 09. júní 2025 22:33
Ívan Guðjón Baldursson
Donni: Ég er gráti næst
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, svaraði spurningum eftir tap Tindastóls gegn ÍBV í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Tindastóll 1 -  3 ÍBV

Tindastóll leikur í Bestu deild kvenna en tapaði óvænt gegn Eyjakonum sem leika í Lengjudeildinni. Donni er verulega svekktur með tapið, sérstaklega útaf öllum þeim stuðningi sem hans konur fengu frá áhorfendum.

„Ég er bara gráti næst. Þetta er ótrúlega svekkjandi sérstaklega í ljósi þess að við fengum frábæra mætingu á völlinn. Þetta var geggjað fallegur dagur og flottur stuðningur úr stúkunni. Að geta ekki unnið fyrir fólkið er bara ótrúlega svekkjandi," sagði Halldór beint eftir lokaflautið í dag.

Hvernig stendur á því að Tindastóll hafi ekki spilað nægilega vel í dag eftir að hafa skilað inn frábærri frammistöðu gegn Val rétt fyrir helgi?

„Allir leikir hafa sitt eigið líf, það er ekki hægt að bera saman leik gegn Val við leik gegn ÍBV eða einhverju öðru liði. Hver einn og einasti leikur er einstakur og þetta er því ósambærilegt.

„Í dag náðum við einhvern veginn aldrei flugi og mér fannst ÍBV ógeðslega góðar og þær eiga þennan sigur svo sannarlega skilið."


Tindastóll heimsækir sterkt lið FH í næstu umferð Bestu deildarinnar og býst Donni ekki við að það verði vandamál að koma leikmönnum sínum í gírinn fyrir þá viðureign.

„Við höfum viku til að undirbúa okkur fyrir næsta leik en við höfðum bara tvo daga fyrir þennan leik í dag. Við þurfum á þessari hvíld að halda, aðeins að safna kröftum og gíra okkur í næsta leik."
Athugasemdir
banner
banner