Liverpool gæti reynt við Osimhen - PSG ætlar ekki að selja Barcola - Williams orðaður við Arsenal
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
   mán 09. júní 2025 22:33
Ívan Guðjón Baldursson
Donni: Ég er gráti næst
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, svaraði spurningum eftir tap Tindastóls gegn ÍBV í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Tindastóll 1 -  3 ÍBV

Tindastóll leikur í Bestu deild kvenna en tapaði óvænt gegn Eyjakonum sem leika í Lengjudeildinni. Donni er verulega svekktur með tapið, sérstaklega útaf öllum þeim stuðningi sem hans konur fengu frá áhorfendum.

„Ég er bara gráti næst. Þetta er ótrúlega svekkjandi sérstaklega í ljósi þess að við fengum frábæra mætingu á völlinn. Þetta var geggjað fallegur dagur og flottur stuðningur úr stúkunni. Að geta ekki unnið fyrir fólkið er bara ótrúlega svekkjandi," sagði Halldór beint eftir lokaflautið í dag.

Hvernig stendur á því að Tindastóll hafi ekki spilað nægilega vel í dag eftir að hafa skilað inn frábærri frammistöðu gegn Val rétt fyrir helgi?

„Allir leikir hafa sitt eigið líf, það er ekki hægt að bera saman leik gegn Val við leik gegn ÍBV eða einhverju öðru liði. Hver einn og einasti leikur er einstakur og þetta er því ósambærilegt.

„Í dag náðum við einhvern veginn aldrei flugi og mér fannst ÍBV ógeðslega góðar og þær eiga þennan sigur svo sannarlega skilið."


Tindastóll heimsækir sterkt lið FH í næstu umferð Bestu deildarinnar og býst Donni ekki við að það verði vandamál að koma leikmönnum sínum í gírinn fyrir þá viðureign.

„Við höfum viku til að undirbúa okkur fyrir næsta leik en við höfðum bara tvo daga fyrir þennan leik í dag. Við þurfum á þessari hvíld að halda, aðeins að safna kröftum og gíra okkur í næsta leik."
Athugasemdir
banner
banner