Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mán 17. mars 2025 13:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Howe hvílir þjálfarabókina - „Fannst við stórkostlegir"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
„Ég vil njóta þessa agunabliks. Ég hef alltaf hugsað um morgundaginn en í þetta skiptið ætla ég að setja þjálfarabókina til hliðar næstu dag og njóta," sagði mjög kátur Eddie Howe, stjóri Newcastle, eftir að liðið varð deildabikarmeistari í gær.

Liðið vann 2-1 sigur á Liverpool á Anfield og var sigurinn sanngjarn, Newcastle var betra liðið á vellinum. Þetta var fyrsti titill Newcastle í 70 ár.

„Við erum mjög meðvitaðir um söguna og við vildum gera félagið stolt. Við vildum skora, vildum sýna góða frammistöðu og við vildum vinna."

„Við erum að fara ótroðnar slóðir, mér fannst við stórkostlegir í dag,"
sagði Howe eftir leikinn í gær. Hann er fyrsti enski stjórinn til að vinna stóran titil á Englandi síðan Harry Redknapp vann enska bikarinn 2008.

Alexander Isak og Dan Burn skoruðu mörk Newcastle og Federicio Chiesa minnkaði muninn fyrir Liverpool í uppbótartíma.

Newcastle hefur orðið Englandsmeistari fjórum sinnum, bikarmeistari sex sinnum, tvisvar sinnum orðið meistari meistaranna á Englandi, einu sinni Intertoto meistari og nú einu sinni deildabikarmeistari.

Fyrir leikinn í gær hafði Newcastle tapað níu leikjum í röð á Wembley frá því að liðið vann Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins árið 1955. Sigurinn á Liverpool var sá fyrsti síðan 2015 en liðin höfðu mæst 17 sinnum síðan þá.
Athugasemdir
banner
banner