Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
banner
   mán 17. mars 2025 19:55
Brynjar Ingi Erluson
Leifur Andri leggur skóna á hilluna (Staðfest) - „Geng stoltur frá borði“
Leifur Andri Leifsson
Leifur Andri Leifsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltaskór Leifs Andra Leifssonar, fyrirliða HK, eru komnir upp í hillu en þessu greinir félagið frá í kvöld.

Leifur Andri er 35 ára gamall varnarmaður sem lék allan ferilinn með HK.

Hann fór í gegnum hæðir og lægðir en alltaf trúr uppeldisfélaginu og er lang leikjahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins með 420 leiki og 10 mörk í öllum keppnum.

Leifur, eða Herra HK eins og hann er kallaður, skrifaði undir nýjan samning við HK-inga eftir að liðið féll úr Bestu deildinni á síðasta tímabili, en hefur nú tilkynnt að það hafi verið hans síðasta á ferlinum.

„Virkilega erfið ákvörðun enda með risa stórt HK hjarta en ég tel að það sé réttur tímapunktur til að fara einbeita sér að öðrum verkefnum núna. Ég geng stoltur frá borði og ég hlakka til að fylgjast með strákunum frá öðru sjónarhorni í sumar en ég veit að þeir munu skila liðinu á þann stað sem HK á heima, í deild þeirra bestu,“ sagði Leifur Andri á heimasíðu félagsins.

HK-ingar ætla að heiðra Leif Andra og hans feril í Kórnum í sumar en það verður auglýst síðar.


Athugasemdir
banner
banner
banner